Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. september 2021 08:56 Löreglubíll fyrir utan Ríkisháskólann í Perm í morgun. Vopnaður maður gekk berserksgang þar og myrti fjölda fólks. AP/Anastasia Jakovleva Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. Reuters-fréttastofan fullyrðir að morðinginn sé nemandi við skólann og hefur eftir talskonu hans að maðurinn hafi sjálfur verið felldur. Á sjónvarpsmyndum frá vettvangi hafi lík hans sést liggja á jörðinni. AP-fréttaveitan greinir frá því að maðurinn hafi verið vopnaður byssu sem framleidd er fyrir gúmmíkúlur, en slíkum vopnum mun vera auðvelt að breyta þannig að þær skjóti venjulegum byssukúlum. Námsmenn og kennarar við skólann lokuðu sig inni í stofum sínum þegar skothríðin hófst og var fólk hvatt til að flýja skólalóðina ef það mögulega gat. Sumir stúdentanna munu hafa stokkið út um glugga byggingarinnar til að sleppa undan byssumanninum. Óljóst er hve margir eru slasaðir, sumar heimildir tala um sex en aðrar um fjórtán. Fjölmiðlar á svæðinu segja að morðinginn sé átján ára gamall háskólanemi sem hafði birt myndir af sér með riffil, hjálm og skotfæri á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Hann hafi lýst því hvernig hann hafi lengi dreymt um að fremja ódæði sem þetta. Reikningurinn var síðar fjarlægður. Perm er í ellefuhundruð kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Moskvu og þar býr um ein milljón manna. Í háskólanum eru um tólf þúsund nemendur. Í maí síðastliðnum var svipuð árás gerð í háskólanum í Kazan þar sem sjö námsmenn létu lífið og tveir kennarar. Rússland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Reuters-fréttastofan fullyrðir að morðinginn sé nemandi við skólann og hefur eftir talskonu hans að maðurinn hafi sjálfur verið felldur. Á sjónvarpsmyndum frá vettvangi hafi lík hans sést liggja á jörðinni. AP-fréttaveitan greinir frá því að maðurinn hafi verið vopnaður byssu sem framleidd er fyrir gúmmíkúlur, en slíkum vopnum mun vera auðvelt að breyta þannig að þær skjóti venjulegum byssukúlum. Námsmenn og kennarar við skólann lokuðu sig inni í stofum sínum þegar skothríðin hófst og var fólk hvatt til að flýja skólalóðina ef það mögulega gat. Sumir stúdentanna munu hafa stokkið út um glugga byggingarinnar til að sleppa undan byssumanninum. Óljóst er hve margir eru slasaðir, sumar heimildir tala um sex en aðrar um fjórtán. Fjölmiðlar á svæðinu segja að morðinginn sé átján ára gamall háskólanemi sem hafði birt myndir af sér með riffil, hjálm og skotfæri á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Hann hafi lýst því hvernig hann hafi lengi dreymt um að fremja ódæði sem þetta. Reikningurinn var síðar fjarlægður. Perm er í ellefuhundruð kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Moskvu og þar býr um ein milljón manna. Í háskólanum eru um tólf þúsund nemendur. Í maí síðastliðnum var svipuð árás gerð í háskólanum í Kazan þar sem sjö námsmenn létu lífið og tveir kennarar.
Rússland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira