Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 10:21 Fjölskylda Gabrielle Petito tilkynnti að hennar væri saknað 11. september en ekkert hafði þá heyrst til hennar frá því í Wyoming í ágúst. Kærasti hennar sneri heim úr ferðalagi þeirra í byrjun september en vildi engar upplýsingar veita um afdrif hennar. AP/FBI Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Hvarf Petito, sem var 22 ára gömul, vakti athygli um öll Bandaríkin. Hún hélt af stað í ferðalag til að skoða þjóðgarða í vestanverðum Bandaríkjunum á breyttum sendiferðabíl ásamt Brian Laundrie, kærasta sínum í júlí. Laundrie sneri hins vegar einn heim úr ferðalaginu til foreldra sinna á Flórída 1. september. Fjölskylda Petito hafði þá ekkert heyrt frá henni frá því að hún var á ferð við Grand Teton-þjóðgarðinn í Wyoming seint í ágúst. Laundrie, sem er 23 ára gamall, neitaði að ræða við yfirvöld eftir að hann sneri heim. Hann lét sig hverfa í kjölfarið. Foreldrar hans segjast ekki hafa séð hann frá því á þriðjudag. Lögreglumenn sem leituðu að Petito við eystri mörk þjóðgarðsins fundu það sem er nær örugglega talið lík hennar í gær. Alríkislögreglan FBI segir að dánarorsök hennar liggi enn ekki fyrir. AP-fréttastofan segir að upplýsingar um hvar og hvernig líkið fannst hafi ekki verið gefnar upp. Líkið sem fannst er sagt passa við lýsingar á Petito en yfirvöld segjast ekki geta staðfest að það sé af Petito fyrr en réttarmeinarannsókn hefur farið fram. Til stendur að kryfja líkið á morgun. Fjölskylda Petito var þó látin vita af líkfundinum. Grét óstjórnlega eftir átök við kærastann Petito og Laundrie skrásettu ferðalag sitt í röð samfélagsmiðlafærslna og virtist þá allt leika í lyndi. Eftir að Petito hvarf var myndband frá lögreglumönnum sem höfðu afskipti af parinu í Utah 12. ágúst birt. Þar sást Petito gráta óstjórnlega eftir að þeim Laundrie sinnaðist og til stimpinga kom á milli þeirra. Í lögregluskýrslu kom fram að Petito hefði verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Á myndbandinu heyrðist Petito segja að þau hafi byrjað að rífast eftir að Laundrie kom inn í sendiferðabílinn með skítugar fætur. Laundrie sagði lögreglumönnunum að margra vikna ferðalag hefði sett „tilfinningalegt álag“ á samband þeirra, að því er segir í frétt Washington Post. Viku síðar virtist allt hafa fallið í ljúfa löð aftur þegar þau birtu myndir af sér að leik á strönd. Þar sáust þau meðal annars kyssast og leiðast. Lögreglubílar við Charlton-náttúruverndarsvæðið á Flórída þar sem Brians Laundrie var leitað um helgina.AP/Lögreglan í North Port Vildi engar upplýsingar veita Laundrie er ekki formlega grunaður um að hafa ráðið Petito bana þrátt fyrir að bæði hann og fjölskylda hans hafi þverneitað að veita upplýsingar um afdrif hennar við yfirvöld. Lögreglan hefur þó mikinn áhuga á að ræða við hann. Lögmaður Laundrie ráðlagði honum að ræða ekki við lögreglu þrátt fyrir að lögreglustjórinn í North Port á Flórída hefði biðlað til hans um að fá unga manninn til að leysa frá skjóðunni. Leit að Laundrie um helgina bar engan árangur. AP segir að fleiri en fimmtíu lögreglumenn hafi leitað hans á Carlton-náttúruverndarsvæðinu í Sarasota-sýslu á Flórída í gær. Svæðið er víðáttumikið með um 160 kílómetrum af gönguleiðum.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira