Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki Andri Már Eggertsson skrifar 20. september 2021 22:25 Valgeir tryggði HK dýrmætan sigur í fallbaráttunni í kvöld. Vísir/Vilhelm HK vann lífsnauðsynlegan eins marks sigur á Stjörnunni. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og var því farinn útaf með rautt spjald. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. HK-ingar voru sprækari aðilinn í fyrri hálfleik. Bæði Stefán Ljubicic og Birnir Snær Ingason fengu keimlík færi. Þá kom sending frá hægri, inn í teiginn en báðum tókst þeim að rétt missa af boltanum. HK hélt áfram að skapa sér færi þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Bæði Valgeir Valgeirsson og Birnir Snær Ingason voru hvað duglegastir að búa til hættur á síðasta þriðjungi en HK tókst ekki að nýta þær stöður nægilega vel. Þorsteinn Már Ragnarsson var eini sem skoraði í fyrri hálfleik. Þorsteinn fékk þó boltann í hendina í aðdraganda marksins og því stóð markið ekki. Seinni hálfleikur fór afar rólega af stað. Fyrstu 25. mínúturnar í síðari hálfleik voru afar tíðindalitlar. Örvar Eggertsson kom inn á og fékk besta færið á þeim kafla en hann hitti ekki góða sendingu Valgeirs. Á 70. mínútu átti Ívar Örn Jónsson góða aukaspyrnu langt fyrir utan teig. Ívar Örn þrumaði boltanum með fram jörðu í markmanns hornið, Haraldur Björnsson var snöggur niður og varði. Á 75. mínútu fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fannst Birnir Snær dýfa sér inn í teig Stjörnunnar. Aðeins nokkrar mínútur voru liðnar frá rauða spjaldi Birnis, þegar Ívar Örn Jónsson átti fyrirgjöf sem fór beint á Valgeir Valgeirsson. Valgeir skaut þá í Þórarin Inga og skoraði. Eftir mark Valgeirs fóru HK-ingar að verja forskotið. Þeir náðu að halda gestunum frá því að skora og niðurstaðan 1-0 sigur. Af hverju vann HK? HK var betri aðilinn í leiknum frá upphafi til enda. HK fékk þó nokkur færi í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Í seinni hálfleik náðu þeir manni færri að koma inn einu marki. Varnarlega voru þeir mjög þéttir og skapaði Stjarnan sér ekkert af færum. Hverjir stóðu upp úr? Valgeir Valgeirsson átti frábæran leik. Valgeir var eins og rennilás upp og niður kantinn allan leikinn. Valgeir skoraði sitt fyrsta mark fyrir HK á tímabilinu sem reyndist afar dýrmætt. Birnir Snær Ingason átti góðan leik þrátt fyrir að vera sendur í sturtu sem var að mínu mati rangur dómur. Birnir var síógnandi líkt og Valgeir á kantinum. Varnarleikur HK var afar vel upp settur. Stjarnan átti enginn svör við þéttum varnarleik bæði jafnmargir og manni fleiri. Birkir Valur Jónsson leysti stöðu miðvarðar afar vel eftir að Leifur Andri Leifsson fór útaf meiddur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var afar fyrirsjáanlegur og reyndu þeir ekkert á Arnar Frey Ólafsson, markmann HK. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins átti afar dapra ákvörðun þegar hann gaf Birni sitt seinna gula spjald fyrir dýfu. Það var hins vegar augljóst að Birnir Snær dýfði sér ekki, heldur var brotið á honum. Hvað gerist næst? Pepsi Max deildin klárast með heilli umferð næsta laugardag klukkan 14:00. HK fer á Kópavogs-völl og mætir Breiðabliki. Stjarnan fær KR á Samsung-völlinn. Mér fannst að leikurinn hefði átt að enda með jafntefli Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar var svekktur með dapra frammistöðu frá sínu liði.Visir/Vilhelm „Þetta var lélegur leikur. Það mátti búast við baráttu leik, HK er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Mér fannst þetta jafnteflisleikur sem þeir unnu með einu marki," sagði Þorvaldur í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik. Stjarnan skapaði sér lítið sem ekkert af færum í leiknum og var sóknarleikur liðsins afar takmarkaður. „Við sköpuðum lítið sem ekkert af færum. Mér fannst þetta vera markalaus leikur af bestu gerð. Ég er sáttur með mína menn ef tekið er mið af því sem undan hefur gengið. Þetta var þó slakur leikur hjá okkur.“ Næsti andstæðingur Stjörnunnar er KR á laugardaginn. Þorvaldur var ekkert farinn að velta fyrir sér KR liðinu beint eftir leik kvöldsins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan
HK vann lífsnauðsynlegan eins marks sigur á Stjörnunni. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og var því farinn útaf með rautt spjald. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. HK-ingar voru sprækari aðilinn í fyrri hálfleik. Bæði Stefán Ljubicic og Birnir Snær Ingason fengu keimlík færi. Þá kom sending frá hægri, inn í teiginn en báðum tókst þeim að rétt missa af boltanum. HK hélt áfram að skapa sér færi þegar líða tók á fyrri hálfleikinn. Bæði Valgeir Valgeirsson og Birnir Snær Ingason voru hvað duglegastir að búa til hættur á síðasta þriðjungi en HK tókst ekki að nýta þær stöður nægilega vel. Þorsteinn Már Ragnarsson var eini sem skoraði í fyrri hálfleik. Þorsteinn fékk þó boltann í hendina í aðdraganda marksins og því stóð markið ekki. Seinni hálfleikur fór afar rólega af stað. Fyrstu 25. mínúturnar í síðari hálfleik voru afar tíðindalitlar. Örvar Eggertsson kom inn á og fékk besta færið á þeim kafla en hann hitti ekki góða sendingu Valgeirs. Á 70. mínútu átti Ívar Örn Jónsson góða aukaspyrnu langt fyrir utan teig. Ívar Örn þrumaði boltanum með fram jörðu í markmanns hornið, Haraldur Björnsson var snöggur niður og varði. Á 75. mínútu fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fannst Birnir Snær dýfa sér inn í teig Stjörnunnar. Aðeins nokkrar mínútur voru liðnar frá rauða spjaldi Birnis, þegar Ívar Örn Jónsson átti fyrirgjöf sem fór beint á Valgeir Valgeirsson. Valgeir skaut þá í Þórarin Inga og skoraði. Eftir mark Valgeirs fóru HK-ingar að verja forskotið. Þeir náðu að halda gestunum frá því að skora og niðurstaðan 1-0 sigur. Af hverju vann HK? HK var betri aðilinn í leiknum frá upphafi til enda. HK fékk þó nokkur færi í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Í seinni hálfleik náðu þeir manni færri að koma inn einu marki. Varnarlega voru þeir mjög þéttir og skapaði Stjarnan sér ekkert af færum. Hverjir stóðu upp úr? Valgeir Valgeirsson átti frábæran leik. Valgeir var eins og rennilás upp og niður kantinn allan leikinn. Valgeir skoraði sitt fyrsta mark fyrir HK á tímabilinu sem reyndist afar dýrmætt. Birnir Snær Ingason átti góðan leik þrátt fyrir að vera sendur í sturtu sem var að mínu mati rangur dómur. Birnir var síógnandi líkt og Valgeir á kantinum. Varnarleikur HK var afar vel upp settur. Stjarnan átti enginn svör við þéttum varnarleik bæði jafnmargir og manni fleiri. Birkir Valur Jónsson leysti stöðu miðvarðar afar vel eftir að Leifur Andri Leifsson fór útaf meiddur. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var afar fyrirsjáanlegur og reyndu þeir ekkert á Arnar Frey Ólafsson, markmann HK. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari leiksins átti afar dapra ákvörðun þegar hann gaf Birni sitt seinna gula spjald fyrir dýfu. Það var hins vegar augljóst að Birnir Snær dýfði sér ekki, heldur var brotið á honum. Hvað gerist næst? Pepsi Max deildin klárast með heilli umferð næsta laugardag klukkan 14:00. HK fer á Kópavogs-völl og mætir Breiðabliki. Stjarnan fær KR á Samsung-völlinn. Mér fannst að leikurinn hefði átt að enda með jafntefli Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar var svekktur með dapra frammistöðu frá sínu liði.Visir/Vilhelm „Þetta var lélegur leikur. Það mátti búast við baráttu leik, HK er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Mér fannst þetta jafnteflisleikur sem þeir unnu með einu marki," sagði Þorvaldur í samtali við Stöð 2 Sport eftir leik. Stjarnan skapaði sér lítið sem ekkert af færum í leiknum og var sóknarleikur liðsins afar takmarkaður. „Við sköpuðum lítið sem ekkert af færum. Mér fannst þetta vera markalaus leikur af bestu gerð. Ég er sáttur með mína menn ef tekið er mið af því sem undan hefur gengið. Þetta var þó slakur leikur hjá okkur.“ Næsti andstæðingur Stjörnunnar er KR á laugardaginn. Þorvaldur var ekkert farinn að velta fyrir sér KR liðinu beint eftir leik kvöldsins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti