Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 15:56 Frá slysstað. Mynd/RNSA Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er. Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut norðan við Smáralind í Kópavogi þann 10. mars 2020. Réttindalaus og undir áhrifum Slysið varð með þeim hætti að bílstjóri á Opel-bíl skipti um akrein til hægri og ók í veg fyrir Volkswagen-bíl. Ökumaður þess bíls ók bílnum á talsvert meiri hraða en ökumaður bílsins sem ætlaði að skipa um akrein. Reyndi ökumaður Volkswagens bílsins að sveigja frá til hægri en missti þá stjórn á bílnum. Endaði það með því að bíllinn hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð. Farþegi í bílnum, þrítugur karlmaður, lét lífið af völdum áverka sem hlutust í slysinu. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssins segir að ökumaður Volkswagens-bílsins sem endaði á ljósastaurnum hafi ekki verið með ökuréttindi þegar slysið varð. Þá hafi hann ítrekað gerst brotlegur við umferðarlög, meðal annars ítrekað ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og án ökuréttinda. Áfengis- og lyfjarannsókn á ökumanninum leiddi einnig í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja þegar slysið varð. Eru orsök slyssins rakin til þess að ökumaður Volkswagens-bílsins hafi verið réttindalaus, óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu, auk þess sem að hann ók of hratt miðað við aðra umferð. Þá er orsökin einnig rakin til þess að ökumaður Opel-bílsins skipti um akrein. Vilja að ráðuneytið hraði vinnu Í skýrslu nefndarinnar er vísað í að af sjö banaslysum sem urðu árið 2020 hafi ökumenn í þremur þeirra verið undir áhrifum sljóvgandi lyfja eða fíkniefna. „Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Þættir eins og viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á slysi aukast,“ segir í skýrslunni. Því sé nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna. Er einnig vísað í að nefnd hafi verið skipuð á vegum samgönguráðuneytis eftir að rannsóknarnefndin óskaði eftir nýjum úrræðum gegn ölvunar- og lyfjaakstri ökumanna svo takast mæti betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað aki undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna. Niðurstöður nefndar sem skipuð var í kjölfar tillögunnar hafa enn ekki verið birtar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Samgönguráðuneytið til að flýta þessari vinnu eins og kostur er.
Samgönguslys Samgöngur Stjórnsýsla Kópavogur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira