Sextán ára „demantur“ mögulega frumsýndur hjá Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:31 Kaide Gordon á ferðinni með unglingaliði Liverpool í leik á móti AC Milan í UEFA Youth League. Getty/Nick Taylor Stuðningsmenn Liverpool gætu fengið að sjá nýjan spennandi leikmann spila í enska deildabikarnum í kvöld þegar liðið mætir Norwich í beinni á Stöð 2 Sport 2. Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira
Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira