Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2021 09:02 Henning Henningsson „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. Henning lagði leið sína að rústum kirkjunnar í morgun eftir að hafa verið við slökkvistörf í nótt. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Þetta er alls ekki skemmtilegt. Þetta er staður sem hefur að sjálfsögðu sett svip sinn á staðinn. Kirkjan er það fyrsta sem maður sér á öllum kortum og svo framvegis. Þetta er svakalega leiðinlegt,“ segir Henning sem hefur sjálfur búið í eynni frá fimm ára aldri. Hann segir langlíklegtast að kviknað hafi úr frá rafmagni. „Þetta var gömul rafmagnstafla og fátt annað sem kemur til greina,“ segir Henning. Eins og sjá má brann kirkjan til kaldra kola í gærkvöldi og í nótt.Henning Henningsson Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óskaplega sárt að heyra af brunanum í nótt. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“ Henning Henningsson Henning Henningsson Miðgarðakirkja í Grímsey.Minjastofnun Grímsey Slökkvilið Akureyri Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Henning lagði leið sína að rústum kirkjunnar í morgun eftir að hafa verið við slökkvistörf í nótt. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Þetta er alls ekki skemmtilegt. Þetta er staður sem hefur að sjálfsögðu sett svip sinn á staðinn. Kirkjan er það fyrsta sem maður sér á öllum kortum og svo framvegis. Þetta er svakalega leiðinlegt,“ segir Henning sem hefur sjálfur búið í eynni frá fimm ára aldri. Hann segir langlíklegtast að kviknað hafi úr frá rafmagni. „Þetta var gömul rafmagnstafla og fátt annað sem kemur til greina,“ segir Henning. Eins og sjá má brann kirkjan til kaldra kola í gærkvöldi og í nótt.Henning Henningsson Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óskaplega sárt að heyra af brunanum í nótt. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“ Henning Henningsson Henning Henningsson Miðgarðakirkja í Grímsey.Minjastofnun
Grímsey Slökkvilið Akureyri Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25