Hvar ætla milljón ökumenn að keyra? Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. september 2021 13:16 Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Samgöngur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun