Sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið af því að mæta goðsögninni hjá Wycombe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 16:31 Ungir varnarmenn Manchester City þurftu að hafa mikið fyrir því að stöðva Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe Wanderers. getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði framherja Wycombe Wanderers í hástert eftir leik liðanna í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira