Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 12:13 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir friðlýsingar unnar í samræmi við lög. Hann hafnar ásökunum Jóns Gunnarssonar og Vilhjálms Árnasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um annað. vísir/samett Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði harðorðan pistil á Facebook í gær þar sem hann sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í sumar og nýlegar friðlýsingar á grundvelli rammaáætlunar. Umhverfisráðherra hafnar þessu alfarið. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst að draga fram raunverulegt andlit sjálfstæðismannansins Vilhjálms Árnasonar og Jón Gunnarsson hefur talað á sömu nótum. Þeir eru greinilega að vinna leynt og ljóst gegn náttúruvernd, gegn þjóðgörðum, gegn styrkingu byggðanna og gegn fjölgun starfa úti á landi,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson sagði á dögunum að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina, ef ekki væri svo stutt til kosninga, vegna málsins og fullyrti að ráðherra hefði ekki lagagrundvöll til friðlýsingar vatnasviðs Jökulsár á fjöllum án aðkomu þingisns. Guðmundur Ingi segir yfirlýsinguna hjákátlega og ekki á sig fá. „Að sjálfsögðu hafa stækkanir á þjóðgörðum og friðlýsingar verið unnar í samræmi við lög. Eins og við tökum t.d. stækkun á Vatnajökulsþjóðgarði. Þar hefur sveitafélagið samþykkkt friðlýsinguna. Þar hefur forsætisráðuneytið sem sér um þjóðlendurnar samþykkt stækkunina. Þannig það hefur að sjálfsögðu verið unnið að þessu í lög og í samráði við viðkomandi sveitastjórnir.“ Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs var stækkað í sumar. vísir/Vilhelm Hann bendir á að Viljálmur Árnason sitji í varastjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og sitji flesta stjórnarfundi. „Og ég hef ekki séð hann hreyfa við mótmælum í bókunum stjórnar vegna stækkana sem hafa verið í umræðunni hjá þjóðgarðinum eða inni í stjórn þjóðgarðsins. Það að þetta sé að koma fram núna hlýtur að þýða að þingmaðurinn er á móti þeirri náttúruverndarstefnu sem ég hef rekið á kjörtímabilinu. Talar þar með gegn styrkingu byggðanna og fjölgun starfa.“ Hann segir fjölda friðlýsinga á síðustu mánuðum til komnar eftir langan undirbúningstíma. „Þær voru hreinlega ekki tilbúnar fyrr en á þessum tímapunkti en það búið að vera að vinna að þeim sumum hverjum allt kjörtímabilið í nánu samstarfi við landeigendur og sveitarfélög. Ávextirnir af því átaki sem var ráðist í árið 2018 eru flestir að koma fram á þessu ári. Ef ég man þetta rétt eru þetta rúmlega fimmtán friðlýsingar á þessu ári, og hvort það voru átta í fyrra og fjórar í hitteðfyrra. Það er mjög eðlilegt að þetta sé afturhlaðið,“ segir Guðmundur Ingi.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira