Umhugsunarverðar U beygjur Sigmar Guðmundsson skrifar 22. september 2021 14:01 Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun