Fjölskyldan afskrifar vonir um að hollenski sjómaðurinn finnist Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2021 15:36 Ekkert hefur spurst til skútunnar Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands í ágúst. LHG Fjölskylda hollenska karlmannsins sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn telur ólíklegt að hægt verði að upplýsa um afdrif hans. Allri leit að manninum hefur verið hætt. Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“ Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“
Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13
Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent