Ekki kjósa oddvita Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 24. september 2021 08:01 Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu eru oddvitar flestra flokkanna öruggir inn. Atkvæðið þitt getur því fyrst og fremst ráðið hvaða frambjóðendur í baráttusætum hljóti sæti á Alþingi. Mig langar til að beina athygli sérstaklega að þremur frambjóðendum sem eru í slíku sæti. Jón Steindór Valdimarsson í Reykjavíkurkjördæmi norður Í Reykjavíkurkjördæmi norður getur atkvæðið þitt skilað inn Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar. Jón Steindór hefur verið á þingi í fimm ár og hefur skilað mikilvægum réttarbótum fyrir íslenskt samfélag. Hann lagði fram og fékk í gegn að samþykki yrði sett í forgrunn í skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum. Ef við hefðum ekki notið krafta hans er ólíklegt að það hefði orðið að lögum. Jón Steindór hefur verið ötull talsmaður þolenda og baráttumaður fyrir jafnrétti. Hann lagði einnig til bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þessu til viðbótar hefur hann verið talsmaður nýsköpunar og ábyrgðar í efnahagsstjórn og fékk samþykkta þingsályktunartillögu sem tryggir gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga. Ef þetta eru mál sem þú styður er atkvæði þínu vel varið til Jóns Steindórs. María Rut Kristinsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður Í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur þú tækifæri til að kjósa Maríu Rut Kristinsdóttur, sem situr í 3. sæti á lista Viðreisnar. María Rut var formaður SHÍ þegar stúdentar höfðuðu dómsmál til að berjast gegn kjaraskerðingu. Hún stofnaði líka Hinseginleikann, var talskona Druslugöngunnar um árabil og fór fyrir samráðshóp innanríkisráðherra um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Á liðnu kjörtímabili spilaði María lykilhlutverk í að móta og ná í gegn frumvarpi Viðreisnar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Með hennar kraft og reynslu á þinginu munu þessi mál hafa öflugan málsvara og við getum tryggt að sálfræðiþjónustan verði loksins fjármögnuð. Það skiptir máli að María komist inn. Elín Anna Gísladóttir í Suðvesturkjördæmi Í Suðvesturkjördæmi getur þú stutt Elínu Önnu Gísladóttur, sem er í 3. sæti á lista Viðreisnar. Elín Anna er verkfræðingur og einn af stofnendum FKA Framtíðar, sem styður ungar konur í því að vaxa og ná lengra í atvinnulífinu. Hún berst fyrir umbótum í heilbrigðiskerfinu, styttingu biðlista og betri velferð. Hún hefur einnig verið leiðandi í allri stefnumótun Viðreisnar í menntamálum og situr fyrir okkar hönd í fræðslunefnd Mosfellsbæjar. Það er mikilvægt að hún komist inn til að tryggja að umbótasinnað fólk í þessum málum hafi sterka rödd. Ef þú hefur ekki ákveðið þig þá skiptir máli að skoða í kjölinn hvaða fólk er í baráttusætum. Mitt atkvæði fer til Viðreisnar og ég vona að þitt geri það líka. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun