Tökum okkur tíma Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. september 2021 07:00 Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð. Við erum öll jafn sek um þetta sem bjóðum fram. Þetta er bara svolítið í takt við tímana sem við lifum. Vídeóin mega ekki vera lengri en 20 sekúndur, fyrirsagnirnar ekki fleiri en fimm orð, jafnvel bara krónutala. Þetta snýst allt um að ná þó ekki sé nema einu orði í gegn um auglýsingaflóðið eða skrunið niður farsímaskjáinn. Samt erum við á leið í kjörklefann á laugardaginn þar sem við tökum þátt í að ákveða hvernig landinu verður stjórnað þangað til árið 2025. Það er ansi stór ákvörðun. Ég ætla að leggja til að við tökum okkur smá tíma til að kynna okkur hlutina almennilega. Tökum okkur tíma til að skoða hvað er að baki því sem er verið að lofa, hvað það þýðir í reynd og hvaða kosti eða afleiðingar það hefur fyrir heildarmyndina. Hlustum eins hlutlaust og við getum á skoðanir úr ólíkum áttum og metum rökin. Tökum okkur tíma til að velta fyrir okkur því sem er haldið fram og fleygt, hvaðan það kemur, hvers vegna það er sagt og hvað það þýðir í reynd. Tökum okkur tíma til að velta því fyrir okkur hvert við viljum fara og hvernig samfélagi við viljum búa í. Íhugum hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hverjar ekki, hvað það er sem hefur skilað okkur samfélaginu eins og það er í dag og hvort við stefnum í rétta eða ranga átt. Hugsum um heildarmyndina og hvort við viljum rífa niður kerfin eða halda áfram að bæta þau og þróa með samfélaginu. Mín niðurstaða er sú að okkur sé best borgið í opnu og frjálsu lýðræðissamfélagi sem leggur áherslu á að kraftur, samheldni og vinnusemi skili okkur öllum auknum lífsgæðum og velferð. Ég er á því að umbyltingar kerfa séu varasamar án umhugsunar um heildarafleiðingar eða til hvers kerfunum var komið á. Ég trúi því að heimurinn verði seint fullkominn en að við höfum í áratugi stefnt í átt að betra, farsælla og réttlátara samfélagi. Þess vegna hef ég valið að helga krafta mína Sjálfstæðisflokknum. Ég hvet þig auðvitað til að kjósa hann líka, en fyrst og fremst til að taka þér tíma áður en þú gengur inn í kjörklefann. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun