Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2021 07:24 Fyrirtækin segja ekkert hæft í ásökunum litháskra stjórnvalda. epa/Alex Plavevski Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt landsmönnum að farga kínverskum símtækjum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá. Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá.
Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira