Gefðu framtíðinni tækifæri Hópur ungra frambjóðenda Viðreisnar skrifar 24. september 2021 07:01 Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga. Það er mikilvægt að kjósendur séu meðvitaðir um þau framboð sem standa þeim til boða ásamt þeim málefnum sem flokkarnir leggja á oddinn. Í Viðreisn er fjöldinn allur af ungu fólki í framboði og sem kom að stofnun flokksins, það endurspeglast í stefnu Viðreisnar. Skilaboð okkar eru skýr: Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem gefur ekki afslátt af geðheilbrigðismálum, loftslagsmálum, jafnréttismálum og hagsmunum ungs fólks. Við, unga fólkið í framboði, völdum Viðreisn vegna þess að á okkur er hlustað og stefnumál flokksins einkennast af áherslum frjálslynds ungs fólks. Flokkurinn er sér á báti varðandi frelsismál, jafnréttismál, geðheilbrigðismál, menntamál og loftslagsmál. Flokkurinn hefur barist fyrir niðurgreiddri sálfræðiþjónustu og mun halda því áfram þar til niðurgreiðslan verður fjármögnuð. Við höfum endurskilgreint nauðgun í hegningarlögum þannig lögin svari kalli samfélagsins um mikilvægi samþykkis. Komið í gegn jafnlaunavottun. Talað máli flóttafólks og námsmanna á þingi. Flokkurinn ætlar að taka stærri skref í umhverfis- og loftslagsmálum en tekin hafa verið. Viðreisn berst fyrir auknu jafnrétti hinsegin fólks svo Ísland verði þar fremst í flokki, námslánakerfi að norrænni fyrirmynd, tengingu Íslands við alþjóðasamfélagið og samfélagi sem byggir á frjálslyndi, þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Stjórnmál eiga að snúast um að bæta samfélagið, brjóta niður múra og skapa aukið frelsi fyrir fólk þvert á landamæri. Þau snúast um að treysta einstaklingnum og veita honum tækifæri til að rækta eigin hæfileika og tryggja að þörfum hans sé mætt. Byggja á upp gott öryggisnet sem grípur fólk þegar það villist af leið eða þarf aðstoð. Við viljum færa okkur frá kyrrstöðunni og bjóða þér að kjósa flokk sem leggur áherslu á það sem skiptir máli. Flokk sem hlustar á ungt fólk og tekur skref í samræmi við það. Gefðu framtíðinni tækifæri, kjóstu Viðreisn. Höfundar eru ungir frambjóðendur Viðreisnar á landsvísu. Starri Reynisson, 3. sæti í Norðvesturkjördæmi og forseti Uppreisnar Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, 3. sæti í Reykjavík norður María Rut Kristinsdóttir, 3. sæti í Reykjavík suður Elín Anna Gísladóttir, 3. sæti í Suðvesturkjördæmi Ingvar Þóroddsson, 3. sæti í Norðausturkjördæmi Ingunn Rós Kristjánsdóttir, 4. sæti í Norðvesturkjördæmi Elva Dögg Sigurðardóttir, 4. sæti í Suðurkjördæmi Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, 4. sæti í Reykjavík suður Draumey Ósk Ómarsdóttir, 4. sæti í Norðausturkjördæmi Axel Sigurðsson, 5. sæti í Suðurkjördæmi Ástrós Rut Sigurðardóttir, 5. sæti í Suðvesturkjördæmi Rafn Helgason, 6. sæti í Suðvesturkjördæmi Edit Ómarsdóttir, 6. sæti í Norðvesturkjördæmi Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 6. sæti í Suðurkjördæmi Arnar Páll Guðmundsson, 7. sæti í Suðurkjördæmi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, 8. sæti í Norðausturkjördæmi Alexander Aron Guðjónsson, 9. sæti í Norðvesturkjördæmi Jóhann Karl Ásgeirsson, 11. sæti í Suðurkjördæmi Aðalbjörg Guðmundsdóttir, 11. sæti í Reykjavík norður Ívar Marinó Lilliendahl, 12. sæti í Suðvesturkjördæmi Emilía Björt Írisardóttir, 13. sæti í Reykjavík norður Kristín Hulda Gísladóttir, 13. sæti í Reykjavík suður Aron Eydal Sigurðarson, 14. sæti í Reykjavík suður Kristján Ingi Svanbergsson, 14. sæti í Reykjavík norður Þuríður Elín Sigurðardóttir, 15. sæti í Reykjavík norður Reynir Hans Reynisson, 16. sæti í Reykjavík suður Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 17. sæti í Reykjavík suður Jón Gunnarsson, 18. sæti í Suðvesturkjördæmi Sveinbjörn Finnsson, 18. sæti í Reykjavík norður Gréta Sóley Arngrímsdóttir, 18. sæti í Norðausturkjördæmi Margrét Ósk Gunnarsdóttir, 19. sæti í Reykjavík suður Geir Finnsson, 20. sæti í Reykjavík suður
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar