Nauðsynleg innleiðing hringrásarhagkerfisins Kristín Hermannsdóttir og Ívar Atli Sigurjónsson skrifa 23. september 2021 12:15 Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta. Hringrásarhagkerfið Flestar auðlindir geta verið endurnýttar, endurunnar, endurnotaðar o.fl. Þó er það allt of algengt að auðlindum sé fargað þrátt fyrir að eiga enn töluverðan líftíma. Til að sporna við þessu þarf viðhorfsbreytingu, fræðslu og aðgerðir í þágu betri nýtingar auðlinda. Aukin nýting allra auðlinda þarf að gerast vani sem samfélagið temur sér. Meðal þeirra aðgerða sem við þurfum að koma til framkvæmda er innleiðing hringrásarhagkerfið hér á Íslandi, bæði innan samfélagsins sem og í atvinnulífinu. Hringrásarhagkerfið er hugmyndafræði sem snýst í megindráttum um að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs. Það er gert með hönnun og framleiðslu sem lengir líftíma vöru með t.d. endurnotkun, viðgerðum og endurvinnslu að notkun lokinni. Sem dæmi um hringrásarhugmyndafræðina má taka verslanir sem selja notuð föt. Þannig er komið í veg fyrir að þau hráefni sem nýtt voru í fötin verði fargað of snemma. Þess í stað finnur fatnaðurinn nýtt heimili og líftími hráefnanna framlengist. Annað dæmi væri sú klassíska endurvinnsla flaska og dósa, sem við könnumst öll við í dag. Með slíkri endurvinnslu er stuðlað að því að auðlindirnar, t.d. ál, endurnýtast í stað þess að enda á haugunum þrátt fyrir augljóst notagildi. Grænn flokkur, grænar lausnir Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Í þeirri innleiðingu má engan tíma missa. Auðlindir fara til spillis að óþörfu á degi hverjum, og því fyrr sem brugðist verður við, því fyrr er hægt að hámarka líftíma þeirra. Það er hagkvæmt fyrir umhverfið ásamt því að vera einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta fjárhagslega séð. Hringrásarhagkerfið felst í nútímalausnum í þágu framtíðarinnar. Framtíðin er græn, eins og við í Framsókn! Kristín situr í 4. sæti á lista Framsóknar í SuðvesturkjördæmiÍvar situr í 5. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Umhverfismál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta. Hringrásarhagkerfið Flestar auðlindir geta verið endurnýttar, endurunnar, endurnotaðar o.fl. Þó er það allt of algengt að auðlindum sé fargað þrátt fyrir að eiga enn töluverðan líftíma. Til að sporna við þessu þarf viðhorfsbreytingu, fræðslu og aðgerðir í þágu betri nýtingar auðlinda. Aukin nýting allra auðlinda þarf að gerast vani sem samfélagið temur sér. Meðal þeirra aðgerða sem við þurfum að koma til framkvæmda er innleiðing hringrásarhagkerfið hér á Íslandi, bæði innan samfélagsins sem og í atvinnulífinu. Hringrásarhagkerfið er hugmyndafræði sem snýst í megindráttum um að viðhalda verðmæti auðlinda og lágmarka myndun úrgangs. Það er gert með hönnun og framleiðslu sem lengir líftíma vöru með t.d. endurnotkun, viðgerðum og endurvinnslu að notkun lokinni. Sem dæmi um hringrásarhugmyndafræðina má taka verslanir sem selja notuð föt. Þannig er komið í veg fyrir að þau hráefni sem nýtt voru í fötin verði fargað of snemma. Þess í stað finnur fatnaðurinn nýtt heimili og líftími hráefnanna framlengist. Annað dæmi væri sú klassíska endurvinnsla flaska og dósa, sem við könnumst öll við í dag. Með slíkri endurvinnslu er stuðlað að því að auðlindirnar, t.d. ál, endurnýtast í stað þess að enda á haugunum þrátt fyrir augljóst notagildi. Grænn flokkur, grænar lausnir Framsókn vill stuðla að innleiðingu hringrásarhagkerfisins í íslenskt samfélag og atvinnulíf. Í þeirri innleiðingu má engan tíma missa. Auðlindir fara til spillis að óþörfu á degi hverjum, og því fyrr sem brugðist verður við, því fyrr er hægt að hámarka líftíma þeirra. Það er hagkvæmt fyrir umhverfið ásamt því að vera einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta fjárhagslega séð. Hringrásarhagkerfið felst í nútímalausnum í þágu framtíðarinnar. Framtíðin er græn, eins og við í Framsókn! Kristín situr í 4. sæti á lista Framsóknar í SuðvesturkjördæmiÍvar situr í 5. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun