Skoðun

Hundur sem bítur og klórar

Daði Már Kristófersson skrifar

Frá því ég man eftir mér hafa kosningar á Íslandi alltaf snúist um loforð. Ég varð mjög hissa þegar ég bjó í Noregi og varð vitni að kosningum þar. Hvar voru loforðin?

Ég held að loforðin hér eigi sér skýringu. Við erum stöðugt að gera nýjar leiðréttingar á velferðarkerfinu. En þær duga skammt. Verðbólgan, sem ótöðugur gjaldmiðill skapar, étur þær upp. Ný aðkallandi vandamál koma upp og í kjölfarið ný loforð. Loforðastjórnmálin verða ofaná.

Íslendingar eru eins og maður sem leyfir skapstygga hundinum sínum að sofa upp í hjá sér af því að án hans verður honum kalt. Þó hlýni um stund verðum hann á hverjum morgni að plástra ný bit og klórför eftir blessaðan hundinn. Væri ekki betra að hækka í ofnunum og láta hundinn sofa á gólfinu?

Viðreisn þorir að ráðast að rótum vandans. Við ætlum að tryggja stöðugleika þannig að leiðréttingarnar verði varanlegar. Þetta er ástæðan fyrir mikilli áherslu Viðreisnar á stöðugt gengi krónunnar. Með stöðugu gengi hverfur ein meginuppspretta óstöðugleikans. Kostnaðurinn við að reka samfélagið lækkar og stefna í velferðarmálum getur staðið til lengri tíma. Plástrar verða óþarfir. Langtímasýn tekur við.

Þitt er valið. Ef þú hefur fengið nóg af biti, klórum og plástrum settu þá X við C og kjóstu Viðreisn.

Höfundur er varaformaður Viðreisnar.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×