Bætir 300 ferkílómetrum við Vatnajökulsþjóðgarð Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2021 13:35 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfis- og auðlindaráðherra. Myndin er frá krossárgili innan þjóðgarðs. Stjórnaráðið/Anna Þorsteinsdóttir/Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð sem kveður á um þrjú hundruð ferkílómetra stækkun á norðursvæði þjóðgarðsins. Frá þessu segir á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en með viðbótinni verður Vatnajökulsþjóðgarður nú 14.967 ferkílómetrar. „Stækkunin er öll á þjóðlendu innan Þingeyjarsveitar, en svæðið sem bætist við þjóðgarðinn er 299 km2 af óbyggðum víðernum á Bárðdælaafrétt austari. Svæðið sem bætist við þjóðgarðinn nær frá sveitarfélagamörkum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps og langleiðina að Skjálfandafljóti. Vestari mörk hins stækkaða svæðis ná að mögulegu framkvæmdasvæði virkjunarkosta sem eru til meðferðar í verndar- og orkunýtingaráætlun. Undirbúningur stækkunar hefur verið í nánu samstarfi við Þingeyjarsveit og í samráði við stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að svæðið sé alþjóðlega mikilvægt fyrir heiðagæs en hátt í 10 prósent af íslenska heiðagæsastofninum verpi á svæðinu í grónum dölum, einkum nyrst á svæðinu. Mikil verðmæti, segir ráðherra Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að það séu gríðarlega mikil verðmæti í óbyggðum víðernum á hálendi Íslands. „43% af ósnortnum víðernum Evrópu er að finna á Íslandi og því er ábyrgð okkar mikil að rýra þau ekki frekar. Með þessari stækkun njóta nú stærri hluti víðerna landsins verndar til framtíðar og þökk sé framsýni sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að þá bætast nú um 300 km2 af óbyggðum víðernum við þjóðgarðinn. Á sama tíma eflum við landsbyggðina með fjölgun starfa vegna aukinna verkefna þjóðgarðsins á svæðinu,“ er haft eftir Guðmundi Inga. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. 22. september 2021 12:13 Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21. september 2021 20:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Frá þessu segir á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, en með viðbótinni verður Vatnajökulsþjóðgarður nú 14.967 ferkílómetrar. „Stækkunin er öll á þjóðlendu innan Þingeyjarsveitar, en svæðið sem bætist við þjóðgarðinn er 299 km2 af óbyggðum víðernum á Bárðdælaafrétt austari. Svæðið sem bætist við þjóðgarðinn nær frá sveitarfélagamörkum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps og langleiðina að Skjálfandafljóti. Vestari mörk hins stækkaða svæðis ná að mögulegu framkvæmdasvæði virkjunarkosta sem eru til meðferðar í verndar- og orkunýtingaráætlun. Undirbúningur stækkunar hefur verið í nánu samstarfi við Þingeyjarsveit og í samráði við stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir í tilkynningunni. Einnig segir að svæðið sé alþjóðlega mikilvægt fyrir heiðagæs en hátt í 10 prósent af íslenska heiðagæsastofninum verpi á svæðinu í grónum dölum, einkum nyrst á svæðinu. Mikil verðmæti, segir ráðherra Haft er eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra að það séu gríðarlega mikil verðmæti í óbyggðum víðernum á hálendi Íslands. „43% af ósnortnum víðernum Evrópu er að finna á Íslandi og því er ábyrgð okkar mikil að rýra þau ekki frekar. Með þessari stækkun njóta nú stærri hluti víðerna landsins verndar til framtíðar og þökk sé framsýni sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að þá bætast nú um 300 km2 af óbyggðum víðernum við þjóðgarðinn. Á sama tíma eflum við landsbyggðina með fjölgun starfa vegna aukinna verkefna þjóðgarðsins á svæðinu,“ er haft eftir Guðmundi Inga.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. 22. september 2021 12:13 Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21. september 2021 20:37 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Umhverfisráðherra segir þingmenn Sjálfstæðisflokks vinna gegn náttúruvernd Umhverfisráðherra hafnar alfarið ásökunum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um siðleysi og lögbrot í tengslum við fjölda friðlýsinga á lokaspretti kjörtímabilsins. Hann segir þingmenninga vera að sýna sitt raunverulega andlit og vinna gegn náttúruvernd. 22. september 2021 12:13
Segir ráðherra fara um með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fara um landið með „friðlýsingasprotann í skjóli nætur“. Hann sé að friðlýsa landsvæði um víðan völl án samráðs og faglegs undirbúnings. 21. september 2021 20:37