Stöðugt loftslag, undirstaða alls Finnur Ricart Andrason skrifar 24. september 2021 07:30 Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Loftslagsmál eiga og þurfa að vera aðalkosningamálið. Stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður samfélagsins alls og þarf því að huga að loftslags- og umhverfismálum þegar horft er til allra annarra málaflokka sem kunna að vera ofarlega í huga í aðdraganda kosninga. Það að einblína á hvaða málaflokk sem er án þess að taka tillit til umhverfisins og loftslagsins gengur einfaldlega ekki upp. Það er líkt og að ætla sér að byggja blokk og byrja á annarri eða þriðju hæð í lausu lofti án þess að hafa lagt traustan grunn fyrst. Mjög skjótt mun öll blokkin hrynja og ekkert nema rústir standa eftir. Og nú eru grunnstoðirnar farnar að molna, því það ríkir neyðarástand í umhverfis- og loftslagsmálum. Það hefur því aldrei verið jafn mikilvægt að setja náttúruna og loftslagið í forgang. Sem dæmi um málefni sem hvíla á stöðugu loftslagi eru heilbrigðismáli, landbúnaður og fæðuöryggi, jafnréttismál, og efnahagsmál. Tíðari og skaðlegri hitabylgjur hafa mikil áhrif á heilsu fólks og hafa yfirleitt líka með sér í för talsverð dauðsföll. Vatnsskortur getur valdið uppskerubresti hjá bændum og þannig raskað fæðuöryggi heilla þjóða. Einnig leggjast afleiðingar loftslagsbreytinga í meira mæli á þá hópa samfélagsins og hluta heimsins sem eru nú þegar í viðkvæmri stöðu þrátt fyrir að þau hafi oftast átt minnstan þátt í því að valda þeim. Og að lokum má nefna að það hreinlega borgar sig ekki að gera ekkert í loftslagsmálum, það er mun ódýrara að breyta kerfunum okkar núna til að draga úr losun skjótt heldur en þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að takast á við þær afleiðingar hamfarahlýnunar sem við sjáum fram á, ef ekki verður gripið til fullnægjandi aðgerða. Loftslagsmálin eru brýnasta málefnið sem mannkynið þarf að takast á við á þessari öld. Ef við höldum núverandi stefnu munu enn alvarlegri afleiðingar en við höfum nú séð láta á sér kræla á næstu árum. Afleiðingar hamfarahlýnunar munu koma í veg fyrir að hægt sé að byggja betra samfélag þegar kemur að heilbrigðismálum, jafnréttismálum, efnahagsmálum, o.sv.frv. Sem betur fer hafa loftslagsmálin fengið meira pláss í umræðunni að undanförnu og þarf sú þróun að halda áfram fram yfir kosningar til að tryggja að loftslagsmálin verði ekki aðeins í forgangi í kjörklefanum, heldur einnig í stjórnarmyndun, stjórnarsáttmála, og á því fjögurra ára kjörtímabili sem fylgir þar á eftir. Ég hvet ykkur öll til að kjósa flokka sem eru með metnaðarfullar loftslagsstefnur sem þið treystið að verði fylgt eftir, því það er enn smuga til að tryggja stöðugleika loftslagsins, en þar til við náum því er enginn grunnur til að byggja betra samfélag á til lengri tíma. Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar