Rooney fullvissar stuðningsmenn Derby um að hann sé ekki á förum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. september 2021 07:01 Derby County v Stoke City - Sky Bet Championship - Pride Park Derby County manager Wayne Rooney on the touchline during the Sky Bet Championship match at the Pride Park, Derby. Picture date: Saturday September 18, 2021. (Photo by Barrington Coombs/PA Images via Getty Images) Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County, segist ætla að berjast fyrir félagið og að hann myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum eftir að B-deildarliðið fór í greiðslustöðvun. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið sett í greiðslustöðvun og að tólf stig hafi verið dregin af liðinu. Derby situr því á botni ensku B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Rooney var spurður í dag hvort að hann hefði tekið við félaginu ef hann hefði vitað af fjárhagsvandræðum þess. „Ég efast um það,“ sagði Rooney. „En ég mun berjast fyrir félagið, ég myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum,“ bætti hann svo við. Þessi fyrrum sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir það vanvirðingu að hann hafi þurft að frétta af því að félagið væri á leið í greiðslustöðvun í sjónvarpinu, frekar en að Mel Morris, eigandi þess, hafi sagt honum það í persónu. „Ég hef ekki talað við hann síðan 9. ágúst. Ég hringdi í hann úr síma liðslæknisins og þá svaraði hann. Augljóslega svarar hann lækninum, en ekki þjálfaranum, af einhverri ástæðu.“ Vongóðir um að leysa málin Stjórnarformenn fyrirtækisins Quantuma, Andrew Hosking, Carl Jackson og Andrew Andronikou, vinna nú í því að leita fjármagns fyrir Derby til styttri tíma. Þeir hafa staðfest það að klúbburinn skuldi tugi milljóna punda. En þeir eru þó bjartsýnir á það að málin muni leysast fyrir Derby. „Ég sé þetta þannig að það eru 95% líkur á því að þetta muni leysast á komandi mánuðum,“ sagði Hosking í samtali við BBC. Derby mætir Sheffield United í ensku 1. deildinni á morgun, en þeir sitja í 14. sæti með níu stig eftir átta leiki. Eins og áður segir er Derby á botni deildarinnar með tvö stig í mínus. Ef ekki væri búið að taka stig af Derby væru þeir þrem sætum fyrir ofan Sheffield, með einu stigi meira. Enski boltinn Tengdar fréttir Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01 Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að félagið hefði verið sett í greiðslustöðvun og að tólf stig hafi verið dregin af liðinu. Derby situr því á botni ensku B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Rooney var spurður í dag hvort að hann hefði tekið við félaginu ef hann hefði vitað af fjárhagsvandræðum þess. „Ég efast um það,“ sagði Rooney. „En ég mun berjast fyrir félagið, ég myndi ekki skilja starfsfólkið eftir í skítnum,“ bætti hann svo við. Þessi fyrrum sóknarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir það vanvirðingu að hann hafi þurft að frétta af því að félagið væri á leið í greiðslustöðvun í sjónvarpinu, frekar en að Mel Morris, eigandi þess, hafi sagt honum það í persónu. „Ég hef ekki talað við hann síðan 9. ágúst. Ég hringdi í hann úr síma liðslæknisins og þá svaraði hann. Augljóslega svarar hann lækninum, en ekki þjálfaranum, af einhverri ástæðu.“ Vongóðir um að leysa málin Stjórnarformenn fyrirtækisins Quantuma, Andrew Hosking, Carl Jackson og Andrew Andronikou, vinna nú í því að leita fjármagns fyrir Derby til styttri tíma. Þeir hafa staðfest það að klúbburinn skuldi tugi milljóna punda. En þeir eru þó bjartsýnir á það að málin muni leysast fyrir Derby. „Ég sé þetta þannig að það eru 95% líkur á því að þetta muni leysast á komandi mánuðum,“ sagði Hosking í samtali við BBC. Derby mætir Sheffield United í ensku 1. deildinni á morgun, en þeir sitja í 14. sæti með níu stig eftir átta leiki. Eins og áður segir er Derby á botni deildarinnar með tvö stig í mínus. Ef ekki væri búið að taka stig af Derby væru þeir þrem sætum fyrir ofan Sheffield, með einu stigi meira.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01 Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. 19. september 2021 12:01
Tólf stig verða tekin af Derby vegna fjárhagsvandræða Tólf stig verða dregin af enska knattspyrnufélaginu Derby County ef félagið finnur ekki nýja eigendur á næstu dögum. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og félagið er í miklum fjárhagsvandræðum. 18. september 2021 08:00