Umfjöllun: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallið úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 17:05 Höskuldur Gunnlaugsson og liðsfélagar hans í Breiðablik mæta HK. Vísir/Hulda Margrét Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði. Stemmningin var, að mati blaðamanns, í rólegri kantinum í upphafi leiks miðað við að annað liðið gæti mögulega orðið Íslandsmeistari á meðan hitt liðið gæti mögulega fallið. Blikar byrjuðu sterkar og eins og von var á þá voru þeir með boltann töluvert í byrjun og fundu opin svæði á báðum köntum og víðs vegar um völlinn. Færin voru ekki mörg og þau sem komu réðu markvörður og varnarmenn HK-inga vel við. Eftir um 30 mínútna leik náðu gestirnir að þétta raðir sínar og þar með fengu þeir hugrekki til að færa sig ofar á völlinn. Þannig komust þeir örlítið áleiðis og fengu sín, nánast einu, færi í leiknum en tóku þau ekki. Fyrri hálfleikur fjaraði út í stöðunni 0-0 og HK var enn með sæti í efstu deild þar sem Keflvíkingar voru að vinna Skagamenn suður með sjó. Seinni hálfleikur hófst á sama máta og sá fyrri. Breiðablik hafði boltann og fundu mikið pláss á ýmsum stöðum á vellinum. Í þetta sinn tókst að skapa færi og skora úr því strax á 51. mínútu. Upp hægri kantinn komust Blikar með góðu spili og fékk Höskuldur Gunnlaugsson boltann utarlega í teignum og renndi honum fyrir á Krstinn Steindórsson sem var á vítapunktinum og kom hann boltanum í netið með viðstöðulausri innanfótar spyrnu framhjá markverðinum. Leikurinn róaðist talsvert eftir markið og komu fréttir af því að Skagamenn væru lentir 2-0 undir í Keflavík. Það var HK í hag en þeir máttu tapa sínum leik ef Skagamenn töpuðu sínum einnig. Svo byrjaði ógæfan að banka á dyrnar. Skagamenn minnkuðu muninn og Skagamenn jöfnuðu metin. Þá voru 20 mínútur eftir af leikjum dagsins og HK var enn þá með sæti í efstu deild. Skagamenn komust svo yfir í Keflavík fimm mínútum síðar og fór um gestina úr efri byggðum Kópavogs. HK þurfti að færa sig framar á völlinn við þessi tíðindi og þá var eiginlega ekki spurning um hvernig leikurinn myndi fara. Þegar fimm mínútur lifðu eftir af Íslandsmótinu skoruðu Blikar annað mark sitt og var þar á ferðinni Davíð Ingvarsson. Davíð átti frábært hlaup upp vinstri kantinn sem Alexander Helgi Sigurðsson fann frá miðlínunni með sendingu þvert yfir völlinn. Davíð hljóp inn á teiginn, var einn og óvaldaður og negldi boltanum framhjá markverðinum í fjær hornið. Síðasti naglinn í kistu HK kom síðan á 89. mínútu þegar Árni Vilhjálmsson innsiglaði sigur Blika og sömuleiðis örlög HK. Jason Daði komst inn á teig HK og þar sem fáir varnarmenn HK voru þar þá átti hann ekki í erfiðleikum með að finna Árna sem renndi boltanum framhjá markverðinum glæsilega. Eftir margar skiptingar hjá báðum liðum fjaraði leikurinn út og Blikar fengu afhent silfuverðlaun fyrir Íslandsmótið. Liðsmenn HK voru að vonum svekktir en möguleikinn á að halda sér upp hvarf eins og dögg fyrir sólu um miðjan seinni hálfleik. Afhverju vann Breiðablik? Klisjan segir að taflan ljúgi ekki og því get ég haldið því fram án þess að blikna að Breiðablik sé betra fótboltalið en HK. Blikar þurftu að vera þolinmóðir í dag og voru það en þeir vissu að það kæmi að því að þeir myndu ná að brjóta ísinn sem og gerðist snemma í seinni hálfleik. Þegar HK þurfti svo að færa sig framar á völlinn þá gengu heimamenn frá leiknum örugglega. Hvað gekk vel og hvað gekk illa? Blikum gekk vel að halda í boltann lungan úr leiknum. Þeim gekk hinsvegar illa að skapa sér færi og nýta þau í fyrri hálfleik en sneru því tafli við í þeim seinni. HK gekk illa að halda boltanum innan sinna raða og skapa sér færi. Þeim gekk hinsvegar vel að halda Blikum í skefjum á löngum köflum en misstu það niður þegar þeir þurftu að fara að sækja. Bestu menn á vellinum? Þetta var mikil liðsframmistaða hjá Blikum og erfitt að taka einn mann út en til að velja mann leiksins þá kemur fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugss. upp í hugann en það gerist mikið í kringum hann sóknarlega. Hann lagði upp fyrsta mark sinna manna og átti mikinn þátt í því að sigur vannst í dag. Hvað næst? Liðin fara væntanlega í smá frí og fara síðan að byrja undirbúning sinn fyrir næsta tímabil. Blikar gera aðra atlögu að þeim stóra en HK þarf að venja sig við að spila í deild fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK
Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði. Stemmningin var, að mati blaðamanns, í rólegri kantinum í upphafi leiks miðað við að annað liðið gæti mögulega orðið Íslandsmeistari á meðan hitt liðið gæti mögulega fallið. Blikar byrjuðu sterkar og eins og von var á þá voru þeir með boltann töluvert í byrjun og fundu opin svæði á báðum köntum og víðs vegar um völlinn. Færin voru ekki mörg og þau sem komu réðu markvörður og varnarmenn HK-inga vel við. Eftir um 30 mínútna leik náðu gestirnir að þétta raðir sínar og þar með fengu þeir hugrekki til að færa sig ofar á völlinn. Þannig komust þeir örlítið áleiðis og fengu sín, nánast einu, færi í leiknum en tóku þau ekki. Fyrri hálfleikur fjaraði út í stöðunni 0-0 og HK var enn með sæti í efstu deild þar sem Keflvíkingar voru að vinna Skagamenn suður með sjó. Seinni hálfleikur hófst á sama máta og sá fyrri. Breiðablik hafði boltann og fundu mikið pláss á ýmsum stöðum á vellinum. Í þetta sinn tókst að skapa færi og skora úr því strax á 51. mínútu. Upp hægri kantinn komust Blikar með góðu spili og fékk Höskuldur Gunnlaugsson boltann utarlega í teignum og renndi honum fyrir á Krstinn Steindórsson sem var á vítapunktinum og kom hann boltanum í netið með viðstöðulausri innanfótar spyrnu framhjá markverðinum. Leikurinn róaðist talsvert eftir markið og komu fréttir af því að Skagamenn væru lentir 2-0 undir í Keflavík. Það var HK í hag en þeir máttu tapa sínum leik ef Skagamenn töpuðu sínum einnig. Svo byrjaði ógæfan að banka á dyrnar. Skagamenn minnkuðu muninn og Skagamenn jöfnuðu metin. Þá voru 20 mínútur eftir af leikjum dagsins og HK var enn þá með sæti í efstu deild. Skagamenn komust svo yfir í Keflavík fimm mínútum síðar og fór um gestina úr efri byggðum Kópavogs. HK þurfti að færa sig framar á völlinn við þessi tíðindi og þá var eiginlega ekki spurning um hvernig leikurinn myndi fara. Þegar fimm mínútur lifðu eftir af Íslandsmótinu skoruðu Blikar annað mark sitt og var þar á ferðinni Davíð Ingvarsson. Davíð átti frábært hlaup upp vinstri kantinn sem Alexander Helgi Sigurðsson fann frá miðlínunni með sendingu þvert yfir völlinn. Davíð hljóp inn á teiginn, var einn og óvaldaður og negldi boltanum framhjá markverðinum í fjær hornið. Síðasti naglinn í kistu HK kom síðan á 89. mínútu þegar Árni Vilhjálmsson innsiglaði sigur Blika og sömuleiðis örlög HK. Jason Daði komst inn á teig HK og þar sem fáir varnarmenn HK voru þar þá átti hann ekki í erfiðleikum með að finna Árna sem renndi boltanum framhjá markverðinum glæsilega. Eftir margar skiptingar hjá báðum liðum fjaraði leikurinn út og Blikar fengu afhent silfuverðlaun fyrir Íslandsmótið. Liðsmenn HK voru að vonum svekktir en möguleikinn á að halda sér upp hvarf eins og dögg fyrir sólu um miðjan seinni hálfleik. Afhverju vann Breiðablik? Klisjan segir að taflan ljúgi ekki og því get ég haldið því fram án þess að blikna að Breiðablik sé betra fótboltalið en HK. Blikar þurftu að vera þolinmóðir í dag og voru það en þeir vissu að það kæmi að því að þeir myndu ná að brjóta ísinn sem og gerðist snemma í seinni hálfleik. Þegar HK þurfti svo að færa sig framar á völlinn þá gengu heimamenn frá leiknum örugglega. Hvað gekk vel og hvað gekk illa? Blikum gekk vel að halda í boltann lungan úr leiknum. Þeim gekk hinsvegar illa að skapa sér færi og nýta þau í fyrri hálfleik en sneru því tafli við í þeim seinni. HK gekk illa að halda boltanum innan sinna raða og skapa sér færi. Þeim gekk hinsvegar vel að halda Blikum í skefjum á löngum köflum en misstu það niður þegar þeir þurftu að fara að sækja. Bestu menn á vellinum? Þetta var mikil liðsframmistaða hjá Blikum og erfitt að taka einn mann út en til að velja mann leiksins þá kemur fyrirliði liðsins, Höskuldur Gunnlaugss. upp í hugann en það gerist mikið í kringum hann sóknarlega. Hann lagði upp fyrsta mark sinna manna og átti mikinn þátt í því að sigur vannst í dag. Hvað næst? Liðin fara væntanlega í smá frí og fara síðan að byrja undirbúning sinn fyrir næsta tímabil. Blikar gera aðra atlögu að þeim stóra en HK þarf að venja sig við að spila í deild fyrir neðan.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti