Svandís fílar sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 24. september 2021 18:16 Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á mínum fyrsta starfsdegi, þann 16. maí 2018, sem formaður Sjúkraliðafélags Íslands átti ég fund með Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umræðuefnið var mönnun í heilbrigðiskerfinu og áherslur stéttarinnar um að fjölga sjúkraliðum. Ég sá það strax að Svandís fílar sjúkraliða. Með athygli hlustaði hún á áherslur forystu félagsins þegar bent var um mögulegar leiðir til að fjölga sjúkraliðum. Mönnunavandinn hefur lengi verið eitt af vandamálum heilbrigðiskerfisins. Í dag skortir sjúkraliða, og sá skortur mun verða enn átakanlegri á næstu árum, þegar verkefni stéttarinnar við hjúkrun og umönnun aldraðra munu halda áfram að vaxa. Þjóðin er að eldast, og allir gera sér ljóst, að það verður sjúkraliðastéttin sem fyrst og fremst mun sjá um hjúkrun aldraðra í framtíðinni. Við erum hin vaxandi hjúkrunarstétt, sem munum bera uppi heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og sjá um nærhjúkrun á sjúkrahúsum landsins. Sjúkraliðar í fagráðin Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að sjúkraliðar eigi að fá tækifæri til jafns við aðrar hjúkrunarstéttir til að móta hjúkrunarstefnu á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Forysta félagsins ræddi við heilbrigðisráðherra og beitti sér fyrir því að tekin yrði upp fagráð heilbrigðisstofnana með aðild allra fagstétta. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir sjúkraliða þegar Alþingi samþykkti að ný fagráð yrðu tekin upp. Með þessu breytta skipulagi geta sjúkraliðar loksins átt aðkomu að samtali og samráði við stjórnendur stofnana, og þar með haft áhrif á stefnumótandi ákvarðanir um heilbrigðisþjónustuna. Tilfærsla starfa Eitt af mínum fyrstu verkum sem formaður var að leggja til við heilbrigðisráðherra að stofnaður yrðir samráðsvettvangur hjúkrunarstétta til að ræða sérstaklega mönnun í heilbrigðiskerfinu. Á heilbrigðisþingi 2020 var ákveðið að stofna sérstakt landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu. Það var sjúkraliðum mikið fagnaðarefni þegar landsráð var svo skipað, og falið það hlutverk að fjalla um verkaskiptingu heilbrigðisstétta, með áherslu á fela sjúkraliðum aukin verkefni og nýta þannig betur færni þeirra í verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Með þessum áherslum ráðherra leikur engin vafi á að með tilfærslu starfa munu sjúkraliðar finna betur til sín, og sömuleiðis mun um leið losna um verkefni annarra heilbrigðisstarfsmanna sem geta tekið að sér enn sérhæfðari störf sem líka þarf að manna. Fagnám til diplómaprófs Sjúkraliðar nutu jafnframt mikils skilnings og stuðnings heilbrigðisráðherra sem og menntamálaráðherra þegar forysta félagsins beitti sér fyrir nýrri námsleið á fagháskólastigi fyrir sjúkraliða. Á endanum samþykkti ríkisstjórnin að fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða yrði við Háskólann á Akureyri haustið 2021. Sjúkraliðar glöddust því þegar ný námsleið, fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða, fór af stað núna á þessu haustmisseri. Mikil ásókn var í námið en 86 umsóknir bárust um 20 námspláss. Næsta haust, og svo á ári hverju, munu fleiri nemendur bætast í hópinn. Með þessari nýju námsleið mun færni sjúkraliða styrkjast enn frekar til að takast á við viðameiri viðfangsefni og ábyrgð í störfum sínum. Alvöru verkefni í höfn Forysta Sjúkraliðafélagsins hefur átt einstaklega gott og farsælt samstarf við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem sömuleiðis hefur verið árangursríkt. Samvinnan hefur skilað alvöru verkefnum í höfn og fyrir það á heilbrigðisráðherra á þakkir skildar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun