Sport

Oleksandr Usyk er nýr heimsmeistari í þungavigt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Oleksandr Usyk er nýr heimsmeistari í þungavigt eftir sigur gegn Bretanum Anthony Joshua í nótt.
Oleksandr Usyk er nýr heimsmeistari í þungavigt eftir sigur gegn Bretanum Anthony Joshua í nótt. Julian Finney/Getty Images

Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk tryggði sér í nótt þrjá heimsmeistaratitla í þungavigt í hnefaleikum með því að sigra breska boxarann Anthony Joshua eftir dómaraúrskurð.

Osyk hefur nú unnið alla 19 bardaga sína, þar af 13 með rothöggum, en hann barðist við Joshua á Tottenham Hotspur vellinum í London í nótt.

Usyk hóf bardagann mun betur, en andstæðingur hans var ögn sterkari í lotunum um miðbik bardagans. Úkraínumaðurinn var svo mun sterkari á lokakaflanum og vann að lokum verðskuldaðan sigur.

Eftir sigurinn er hann nú handhafi IFB, WBA og WBO- heimsmeistaratitlanna. Bretinn Tyson Fury er handhafi WBC og The Ring-heimsmeistaratitlanna.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×