Lífið

Stal senunni með ítrekuðu bjórþambi á kosningavöku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hinn ungi bjórþambari skemmti sér og eflaust vinum sínum vel með uppátæki sínu.
Hinn ungi bjórþambari skemmti sér og eflaust vinum sínum vel með uppátæki sínu. Vísir

Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið góð á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Hilton Nordica á Suðurlandsbraut í dag. Þar flæddu eðal guðaveigar eins og Sálin söng í lagi sínu Sódóma.

Karlmaður nokkur virðist hafa drukkið meiri bjór en aðrir ef marka má innkomur hans í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 í gærkvöldi. 

Þannig gerði hann sér að leik og stillti sér upp á bak við myndavélina þegar rætt var við þingmenn flokksins á vökunni.

Hvort skorað hafi verið á karlmanninn unga eða um eigið frumkvæði sé að ræða er spurning sem líklega verður svarað þegar líður á daginn.

Klippa: Bjórþambargi stal senunni á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×