„Við munum alltaf standa upp aftur“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á kjörstað. Hann leynir því ekki að niðurstaða kosninganna eru honum mikil vonbrigði. vísir/sigurjón Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu kosninganna óvæntustu kosningaúrslit sem hann hefur upplifað. Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent