Neal Maupay bjargaði stigi fyrir Brighton 27. september 2021 21:03 Neal Maupay bjargaði stigi fyrir Brighton í kvöld. Henry Browne/Getty Images Leikmenn Brighton björguðu sér fyrir horn þegar að liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-0, en Neal Maupay jafnaði metin fyrir Brighton þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Crystal Palace var sterkari aðilinn í upphafi leiks og voru hættulegri lengst af. Það skilaði sér loksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar að Leandro Trossard braut á Conor Gallagher innan vítateigs. Wilfried Zaha fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Robert Sanchez í marki Brighton. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri fyrir utan það að leikmenn Brighton komust betur inn í leikinn. Það var ekki fyrr en á 95. mínútu að það dró loksins til tíðinda. Vicente Guiata sparkaði boltanum þá frá marki Crystal Palace, Joel Veltman setti löppina í boltann úr öftustu varnarlínu, en hann skoppaði einhvernveginn inn fyrir vörn heimamanna. Þar var mættur Neal Maupay sem þakkaði pent fyrir sig og lyfti boltanum yfir Guiata í markinu og jafnaði þar með leikinn. Þetta reyndist seinasta spyrna leiksins og lokatölur því 1-1. Brighton hefði með sigri farið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, en eru nú í sjötta sæti með 13 stig eftir sex leiki. Crystal Palace situr í 15. sæti með sex stig. Enski boltinn
Leikmenn Brighton björguðu sér fyrir horn þegar að liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-0, en Neal Maupay jafnaði metin fyrir Brighton þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Crystal Palace var sterkari aðilinn í upphafi leiks og voru hættulegri lengst af. Það skilaði sér loksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar að Leandro Trossard braut á Conor Gallagher innan vítateigs. Wilfried Zaha fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi framhjá Robert Sanchez í marki Brighton. Staðan var því 1-0 þegar að flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri fyrir utan það að leikmenn Brighton komust betur inn í leikinn. Það var ekki fyrr en á 95. mínútu að það dró loksins til tíðinda. Vicente Guiata sparkaði boltanum þá frá marki Crystal Palace, Joel Veltman setti löppina í boltann úr öftustu varnarlínu, en hann skoppaði einhvernveginn inn fyrir vörn heimamanna. Þar var mættur Neal Maupay sem þakkaði pent fyrir sig og lyfti boltanum yfir Guiata í markinu og jafnaði þar með leikinn. Þetta reyndist seinasta spyrna leiksins og lokatölur því 1-1. Brighton hefði með sigri farið á topp ensku úrvalsdeildarinnar, en eru nú í sjötta sæti með 13 stig eftir sex leiki. Crystal Palace situr í 15. sæti með sex stig.