Dagurinn byrjar á tveim leikjum í unglingadeild UEFA, en þar spila U19 ára lið sömu félaga og mætast síðar sama kvöld í Meistaradeildinni. Leipzig tekur á móti Club Brugge klukkan 11:55 á Stöð 2 Sport 2, og í beinu framhaldi af því er viðureign PSG og Manchester City á dagskrá.
Klukkan 16:35 hefst bein útsending frá leik Shaktar Donetsk og Inter í D-riðli Meistaradeildar Evrópu á Stöð 2 Sport 3.
Upphitun fyrir hina þrjá leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:15, en skipt verður yfir á leikina klukkan 18:50.
Á Stöð 2 Sport 2 eigast við PSG og Manchester City, AC Milan tekur á móti Atlético Madrid á Stöð 2 Sport 3 og Real Madrid fær moldóvska liðið Sheriff í heimsókn á Stöð 2 Sport 4.
Að þessum leikjum loknum eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2, þar sem að farið verður yfir allt það helsta úr leikjum dagsins.
Dagurinn er þó ekki eingöngu tileinkaður Meistaradeildinni, en Stöð 2 Sport verður í beinni útsendingu frá Selfossi frá klukkan 19:20 þar sem að heimamenn taka á móti FH í Olís-deild karla.
Þá eru tvær útsendingar á dagskrá á Stöð 2 eSport. Klukkan 18:30 er það Turf deildin sem heldur áfram þar sem að keppt er í tölvuleiknum Rocket League og klukkan 21:00 fara þær Diamondmynxx og Vallapjalla í loftið en þær skipa tvíeykið Queens.