Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þorgils Jónsson skrifar 28. september 2021 19:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist slegin yfir lokun skotsvæðisins í Álfsnesi. Vinna er þegar hafin til að finna lausn á málinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“ Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“
Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent