Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Heimir Már Pétursson og Atli Ísleifsson skrifa 29. september 2021 08:44 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Samkvæmt reglunum skal greiðslubyrði fasteignalána almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum neytenda en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Þá hefur nefndin einnig ákveðið að afnema lækkun sveiflujöfnunarauka bankanna og fer hann í tvö prósent eftir tólf mánuði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var klukkan 8:30 í morgun. Kynningarfundir um yfirlýsingu nefndarinnar fer fram í Seðlabankanum klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Í yfirlýsingunni segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Á móti hafi eignaverð, einkum hlutabréfa- og fasteignaverð, hækkað verulega. Staða stóru bankanna sterk Nefndin segir staða stóru bankanna þriggja vera sterka. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum lágmörkum og hafi bankarnir greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Viðnámsþróttur þeirra sé því mikill. „Ört hækkandi fasteignaverð hefur farið saman við aukna skuldsetningu heimila á síðustu mánuðum. Nefndin hefur því ákveðið, til að takmarka kerfisáhættu til lengri tíma, að setja reglur um hámark greiðslubyrðar í samræmi við 27. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skal almennt takmarkast við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Miða skal við ákveðið hámark á lánstíma fasteignalána við útreikning hlutfallsins. Lánveitendum er veitt undanþága frá reglunum fyrir allt að 5% heildarfjárhæðar nýrra fasteignalána sem veitt er í hverjum ársfjórðungi,“ segir í yfirlýsingunni. Hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki Ennfremur segir að dregið hafi úr óvissu um stöðu fjármálafyrirtækja og gæði útlána hafi batnað. „Þau búa því yfir nægum þrótti til lánveitinga til heimila og fyrirtækja. Nefndin telur ekki lengur þörf á því svigrúmi sem hún veitti fjármálafyrirtækjum eftir að farsóttin barst til landsins með lækkun sveiflujöfnunaraukans. Er það mat nefndarinnar að hratt hækkandi eignaverð samhliða aukinni skuldsetningu heimila, hafi nú þegar fært sveiflutengda kerfisáhættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu farsóttarinnar. Nefndin hefur því ákveðið í ljósi aukinnar uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% í 2%. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum í samræmi við þær reglur sem um sveiflujöfnunaraukann gilda. Sveiflujöfnunaraukinn sannaði gildi sitt í faraldrinum og hefur nefndin tekið til skoðunar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans eigi að vera til framtíðar.“ Óháð innlend smágreiðslulausn þarf að vera til staðar Fjármálastöðugleikanefnd hefur nú lokið árlegu endurmati á eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Er það niðurstaða nefndarinnar að halda aukanum óbreyttum, eða 2% á allar áhættuskuldbindingar á móðurfélags- og samstæðugrunni. „Endurmat á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar leiddi til staðfestingar á kerfislegu mikilvægi Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. Í ljósi nýliðinna netárása og rekstrartruflana í greiðslumiðlun brýnir nefndin fyrir rekstraraðilum að huga að öryggi kerfa sinna og tryggja rekstrarsamfellu. Að mati nefndarinnar þarf samhliða greiðslukortum að vera til staðar óháð innlend smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Því mun fylgja aukið rekstraröryggi og hagkvæmni. Seðlabankinn undirbýr innleiðingu slíkrar greiðslulausnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í tilkynningunni. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samkvæmt reglunum skal greiðslubyrði fasteignalána almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum neytenda en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum. Þá hefur nefndin einnig ákveðið að afnema lækkun sveiflujöfnunarauka bankanna og fer hann í tvö prósent eftir tólf mánuði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var klukkan 8:30 í morgun. Kynningarfundir um yfirlýsingu nefndarinnar fer fram í Seðlabankanum klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með honum á Vísi. Í yfirlýsingunni segir að efnahagsbatinn á síðustu mánuðum samhliða lausu taumhaldi peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hafi stutt við heimili og fyrirtæki. Á móti hafi eignaverð, einkum hlutabréfa- og fasteignaverð, hækkað verulega. Staða stóru bankanna sterk Nefndin segir staða stóru bankanna þriggja vera sterka. Eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum lágmörkum og hafi bankarnir greiðan aðgang að lausu fé bæði í krónum og erlendum gjaldmiðlum. Viðnámsþróttur þeirra sé því mikill. „Ört hækkandi fasteignaverð hefur farið saman við aukna skuldsetningu heimila á síðustu mánuðum. Nefndin hefur því ákveðið, til að takmarka kerfisáhættu til lengri tíma, að setja reglur um hámark greiðslubyrðar í samræmi við 27. gr. laga nr. 118/2016, um fasteignalán til neytenda. Greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skal almennt takmarkast við 35% en 40% fyrir fyrstu kaupendur. Miða skal við ákveðið hámark á lánstíma fasteignalána við útreikning hlutfallsins. Lánveitendum er veitt undanþága frá reglunum fyrir allt að 5% heildarfjárhæðar nýrra fasteignalána sem veitt er í hverjum ársfjórðungi,“ segir í yfirlýsingunni. Hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki Ennfremur segir að dregið hafi úr óvissu um stöðu fjármálafyrirtækja og gæði útlána hafi batnað. „Þau búa því yfir nægum þrótti til lánveitinga til heimila og fyrirtækja. Nefndin telur ekki lengur þörf á því svigrúmi sem hún veitti fjármálafyrirtækjum eftir að farsóttin barst til landsins með lækkun sveiflujöfnunaraukans. Er það mat nefndarinnar að hratt hækkandi eignaverð samhliða aukinni skuldsetningu heimila, hafi nú þegar fært sveiflutengda kerfisáhættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu farsóttarinnar. Nefndin hefur því ákveðið í ljósi aukinnar uppsöfnunar sveiflutengdrar kerfisáhættu að hækka sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki úr 0% í 2%. Ákvörðun nefndarinnar tekur gildi að 12 mánuðum liðnum í samræmi við þær reglur sem um sveiflujöfnunaraukann gilda. Sveiflujöfnunaraukinn sannaði gildi sitt í faraldrinum og hefur nefndin tekið til skoðunar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans eigi að vera til framtíðar.“ Óháð innlend smágreiðslulausn þarf að vera til staðar Fjármálastöðugleikanefnd hefur nú lokið árlegu endurmati á eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis. Er það niðurstaða nefndarinnar að halda aukanum óbreyttum, eða 2% á allar áhættuskuldbindingar á móðurfélags- og samstæðugrunni. „Endurmat á kerfislegu mikilvægi fjármálafyrirtækja í samræmi við aðferðafræði Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar leiddi til staðfestingar á kerfislegu mikilvægi Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. Í ljósi nýliðinna netárása og rekstrartruflana í greiðslumiðlun brýnir nefndin fyrir rekstraraðilum að huga að öryggi kerfa sinna og tryggja rekstrarsamfellu. Að mati nefndarinnar þarf samhliða greiðslukortum að vera til staðar óháð innlend smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Því mun fylgja aukið rekstraröryggi og hagkvæmni. Seðlabankinn undirbýr innleiðingu slíkrar greiðslulausnar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í tilkynningunni.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11 Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12. september 2021 19:11
Bankarnir vildu ekki lausnina sem átti að sefa áhyggjur Seðlabankans Reiknistofa bankanna stöðvaði þróun greiðslulausnar sem átti að gera fólki kleift að greiða verslunum og öðrum fyrirtækjum án milligöngu kortafyrirtækja. Viðskiptabankarnir höfðu þá sýnt því lítinn áhuga að innleiða kerfið fyrir sína viðskiptavini. 20. ágúst 2021 13:32