Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. september 2021 12:31 Upptökur öryggismyndavéla á Hótel Borgarnesi ættu að geta eytt vafa um hvort átt hafi verið við kjörgögnin. vísir/arnar Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna. Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna.
Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira