Karen Ása Benediktsdóttir, Miss Hornafjordur, er yngst fjögurra systkina. Hún er nemandi í frahaldsskólanum í Austur Skaftafellsýslu og hefur mikinn áhuga á tísku.
Morgunmaturinn?
Hafragrautur
Helsta freistingin?
Nammi, snakk og brauðstangir á Pizzunni.
Hvað ertu að hlusta á?
Ég hlusta mikið á podköst eins og Teboðið, Blökastið og Eigin konur.
Hvað sástu síðast í bíó?
Fast and furious 9
Hvaða bók er á náttborðinu?
Náðastund
Hver er þín fyrirmynd?
Arnór afi minn
Uppáhalds matur?
Humar og andalæri.
Uppáhalds drykkur?
Vatn og kaffi
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Goerge Clooney þegar ég var aukaleikari í myndinni hans.

Hvað hræðist þú mest?
Sjóinn
Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?
Þegar Ég og mamma fórum í bíó á Mamma mía 2 og hún tók ipadinn sinn með sér og tók upp helmigin af myndinni.
Hverju ertu stoltust af?
Ég er stoltust af sjálfri mér að hafa ákveðið að taka þátt í þessari keppni vegna þess að ég hef lært svo mikið.
Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?
Ég er kann að elda
Hundar eða kettir?
Hundar
Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?
Lesa bók
En það skemmtilegasta?
Versla, hreyfa mig, ferðast og eyða tíma með fjölskyldunni.
Hvað heldurðu að komi fólki mest á óvart við þig?
Hvað ég er með steiktan húmor og opin manneskja.
Hvaða lag syngur þú í sturtu/í bílnum?
Unstoppable með Siu og Cold Heart með Elton Jhon og Dua lipa. Svo set ég líka bara á playlista.
Hverju vonast þú til að Miss Universe Iceland keppnin skili þér?
Góðri lífsreynslu og góðar vinkonur. Sem það er nú þegar búin að skila.
Hvar sérðu þig eftir fimm ár?
Í námi erlendis að læra Stylist production.
Hvar er hægt að fylgjast með þér?
Instagram: karenasab