Konur fljótari að taka við sér Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 19:01 Ellert Lárusson framkvæmdastjóri Apollo Art með mynd eftir Björk Tryggva fyrir aftan sig, en hú selur mikið í gegnum Apollo Art Aðsent Apollo Art er sölusvæði á netinu fyrir listaverk sem hefur nú verið starfrækt í eitt ár. Móttökurnar hafa gengið vonum framar samkvæmt Ellerti Lárussyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is. Myndlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
„Við erum mjög ánægð með móttökurnar. Það var erfiðara að spá fyrir um niðurstöður þar sem þessi leið í sölu listaverka var ekki til fyrir, hér á landi. Við vissum ekki hvort fólk vildi áfram frekar skoða verkin á veggjum í gamladags galleríum eða hvort það væri sátt við að skoða verkin á skjá á sínum tíma og velja þannig. En það varð raunin að fólk virðist vilja sitja saman og velta fyrir sér meira úrvali og skoða á skjá. Sérstaklega konur, þær voru mun fljótari að taka við sér og tileinka sér þessa nýjung. Vel yfir 60 prósent kaupenda enn í dag eru konur.“ Ellert segir að salan hafi gengið mjög vel og nú þegar sé talsvert magn listamanna sem selja nær eingöngu í gegnum Apollo Art. Til að mynda eru öll verkin hjá Jóa Pé uppseld og aðrir með tugi verka seld. „Við höfum aukið mikið við okkur í sölu á milli mánaða og það er enn að aukast, til að mynda eru margir listamenn hjá okkur með vel yfir 20 verk seld á innan við ári. Listafólk er mjög ánægt með okkar innkomu enda er söluþóknun okkar töluvert lægri en hjá galleríum sem hafa mun meiri sölukostnað en við. Við þurfum ekki að halda úti sýningarsal með starfsfólki og opnunartíma. Þó erum við til taks á venjulegum skrifstofu tímum í síma og pósti og lengur fram eftir kvöldi á netspjalli sem hægt er að nálgast á vefnum. Einnig virðast viðskiptavinirnir ánægðir með fyrirkomulagið og þessa beinu tengingu sem fæst við listafólkið t.d. í kringum heimamátun sem margir nýta sér við val á listaverkum.“ Í heimamátun fær viðskiptavinur verkið heim og mátar það við heimilið, sér að kostnaðarlausu. Þá er einnig hægt að sækja um heimsókn á vinnustofu listamanns þar sem verkið er skoðað. Apollo art sér nú um sölu fyrir yfir 130 listamenn en skoða má úrvalið á apolloart.is.
Myndlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira