Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. september 2021 22:59 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Universe Iceland 2021. Vísir Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má sjá krýninguna frá því í kvöld. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Keppendur komu fram í dansatriði og svo komu þær fram bæði á sundfötum og í síðkjólum. Dagana fyrir keppni höfðu þær farið í dómaraviðtöl á hótelinu sem þær dvöldu saman á. Fyrst var tilkynnt um efstu þrettán stelpurnar, þar á eftir topp fimm og alþjóðlega dómnefndin valdi svo að lokum Elísu Gróu sem var krýnd Miss Universe Iceland árið 2021. Hún var að keppa í fjórða skiptið í þessari keppni og hafði áður keppt í Ungfrú Ísland. Elísa Gróa er á leið til Ísrael.Vísir Með henni í topp fimm voru Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir og Hulda Vigdísardóttir. Keppnin byrjaði á danskeppni þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn byrjaði á að koma fram á sundfötum og svo skiptu stúlkurnar yfir í síðkjóla. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Keppendur Miss Universe Iceland í ár.Manúela Ósk Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld en eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Stúlkurnar þrettán sem fóru áfram í næstu umferð voru Kara Sól Einarsdóttir Miss Reykjavik, Hekla Maren Guðrúnardóttir Baldursdóttir Miss Midnight Sun, Íris Freyja Salguero Kristínardóttir Miss Crystal Beach, Maríanna Líf Swain Miss Blue Mountains, Sandra Dögg Winbush Miss Land of Fire and Ice, Karen Ása Benediktsdóttir Miss Hornafjordur, Elin Stelludóttir Miss Breidholt, Hulda Vigdísardóttir Miss Eldey, Sylwia Sienkiewicz Miss Black Sand Beach, Isis Helga Pollock Miss 101 Reykjavik, Elísa Gróa Steinþórsdóttir Miss Capital Region, Alexandra Mujiatin Fikradóttir Miss Eastern Iceland, Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Topp 13 í árFacebook/Miss Universe Iceland Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Topp fimm stúlkurnar í Miss Universe Iceland í ár.Miss Universe Iceland Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í kvöld valin Miss Universe Iceland árið 2021.Arnór Trausti Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Bein útsending: Miss Universe Iceland 2021 Miss Universe Iceland 2021 verður krýnd í Gamlabíói í kvöld. Sýnt verður í beinni útsendingu frá keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 29. september 2021 12:45 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Elísa Gróa mun fara út fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppnina sem fram fer í Ísrael í ár. Í öðru sæti var Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún hlaut titilinn Miss Supranational Iceland og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Hér fyrir neðan má sjá krýninguna frá því í kvöld. Tuttugu stúlkur kepptust um Miss Universe Iceland titilinn í ár. Keppendur komu fram í dansatriði og svo komu þær fram bæði á sundfötum og í síðkjólum. Dagana fyrir keppni höfðu þær farið í dómaraviðtöl á hótelinu sem þær dvöldu saman á. Fyrst var tilkynnt um efstu þrettán stelpurnar, þar á eftir topp fimm og alþjóðlega dómnefndin valdi svo að lokum Elísu Gróu sem var krýnd Miss Universe Iceland árið 2021. Hún var að keppa í fjórða skiptið í þessari keppni og hafði áður keppt í Ungfrú Ísland. Elísa Gróa er á leið til Ísrael.Vísir Með henni í topp fimm voru Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir og Hulda Vigdísardóttir. Keppnin byrjaði á danskeppni þar sem keppendur komu allar saman fram í bleikum kjólum. Þær stigu svo fram ein í einu og kynntu sig. Eva Ruza var kynnir keppninnar sjötta árið í röð og hún dansaði inn á sviðið í bleikum pallíettukjöl og með glimmermöppu í höndunum. „Vá, þið eruð strax eins og leir í höndunum á mér,“ byrjaði Eva á að segja við áhorfendur, sem hlógu að öllu sem hún sagði. Hópurinn byrjaði á að koma fram á sundfötum og svo skiptu stúlkurnar yfir í síðkjóla. Á meðan þær skiptu um föt komu þær Elísabet Hulda Snorradóttir Miss Universe Iceland 2020 og Dísa Dungal Miss Supranational Iceland fram á svið og ræddu um sína upplifun af keppninni. Keppendur Miss Universe Iceland í ár.Manúela Ósk Stelpurnar tuttugu náðu að ljóma á sviðinu í kvöld en eftir hlé var tilkynnt hvaða þrettán stúlkur komust áfram í næstu umferð. Tólf stúlkur komust áfram í næstu umhverð í keppninni út frá stigum frá dómnefnd og að auki komst ein áfram á netkosningunni, People’s Choice. Dómnefndina í ár skipuðu þær Laylah Loiczly, Elizabeth Safrit Bull, Kendra Champagne, Kirsten Regalado og Caroline Frolic Absalom. Stúlkurnar þrettán sem fóru áfram í næstu umferð voru Kara Sól Einarsdóttir Miss Reykjavik, Hekla Maren Guðrúnardóttir Baldursdóttir Miss Midnight Sun, Íris Freyja Salguero Kristínardóttir Miss Crystal Beach, Maríanna Líf Swain Miss Blue Mountains, Sandra Dögg Winbush Miss Land of Fire and Ice, Karen Ása Benediktsdóttir Miss Hornafjordur, Elin Stelludóttir Miss Breidholt, Hulda Vigdísardóttir Miss Eldey, Sylwia Sienkiewicz Miss Black Sand Beach, Isis Helga Pollock Miss 101 Reykjavik, Elísa Gróa Steinþórsdóttir Miss Capital Region, Alexandra Mujiatin Fikradóttir Miss Eastern Iceland, Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Topp 13 í árFacebook/Miss Universe Iceland Allar fengu þær að kynna sig aðeins á ensku fyrir dómnefndinni og það málefni sem þær standa fyrir. Ræddu þær málefni eins og einhverfu, heimilisofbeldi, alkahólisma, loftlagsmál og fleira. Í topp fimm hópinn komust þær Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Elin Stelludóttir, Hulda Vigdísardóttir og Elísa Gróa Steinþórsdóttir. Þær þurftu svo að svara spurningu uppi á sviði á ensku. Topp fimm stúlkurnar í Miss Universe Iceland í ár.Miss Universe Iceland Allir keppendur komu þá aftur á sviðið ásamt stjórnendum keppninnar, Jorge Esteban og Manúelu Ósk Harðardóttir. Miss Reebok fitness 2021 titilinn hlaut Miss Kirkjufell, Elva Björk Jónsdóttir. Miss Norom Iceland 2021 titilinn hlaut Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Miss LabelM 2021 titilinn hlaut einnig Íris Freyja. Miss Fitness sport 2021 titilinn hlaut Miss Eldey, Hulda Vigdísardóttir. Miss Max Factor 2021 titilinn hlaut Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Directors award, valin af Manúelu Ósk og Jorge, hlaut Miss Eastern Iceland, Alexandra Mujiatin Fikradóttir. Keppendur völdu svo sjálfar vinsælustu stúlkuna og var það Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Í fimmta sæti í ár var Elin Stelludóttir Miss Breidholt. Í fjórða sæti var Elva Björk Jónsdóttir Miss Kirkjufell. Í þriðja sæti var Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey. Miss Supranational 2021 og í öðru sæti keppninnar er Íris Freyja Salguero Kristínardóttir, Miss Crystal Beach. Hún mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational keppninni í Póllandi sumarið 2022. Miss Universe Iceland árið 2021 er Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region. Undir lok kvölds krýndi Elísabet Hulda Snorradóttir, Miss Universe Iceland á síðasta ári, arftaka sinn. Elísa er reynslumikil í fegurðarsamkeppnum og hefur tekið þátt nokkrum sinnum síðustu ár. Elísa Gróa keppti fyrst í Ungfrú Ísland árið 2015 og þetta er í fjórða skipti sem hún keppir í Miss Universe Iceland. Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í kvöld valin Miss Universe Iceland árið 2021.Arnór Trausti Elísa Gróa var í fyrsta sæti í ár og hlaut titilinn Miss Universe Iceland og kórónuna í þetta skiptið og mun keppa fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Universe í Ísrael.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Bein útsending: Miss Universe Iceland 2021 Miss Universe Iceland 2021 verður krýnd í Gamlabíói í kvöld. Sýnt verður í beinni útsendingu frá keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 29. september 2021 12:45 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Bein útsending: Miss Universe Iceland 2021 Miss Universe Iceland 2021 verður krýnd í Gamlabíói í kvöld. Sýnt verður í beinni útsendingu frá keppninni hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. 29. september 2021 12:45