Katrín Tanja „túrar“ um um öll Bandaríkin í næsta mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á ferðinni í næsta mánuði. Instagram/@katrintanja CrossFit æfingahópurinn hjá CompTrain ætlar að boða út fagnaðarerindið út um öll Bandaríkin í næsta mánuði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október. CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október.
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira