Katrín Tanja „túrar“ um um öll Bandaríkin í næsta mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á ferðinni í næsta mánuði. Instagram/@katrintanja CrossFit æfingahópurinn hjá CompTrain ætlar að boða út fagnaðarerindið út um öll Bandaríkin í næsta mánuði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október. CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er stærsta stjarnan hópsins en CompTrain átti fullt af keppendum á síðustu heimsleikum í ágúst síðastliðnum. Katrín Tanja hefur verið að æfa á Íslandi í þessum mánuði en framundan er viðburðaríkur októbermánuður fyrir hana. Það verður svo sannarlega nóg að gera þegar hún mætir aftur út til Bandaríkjanna. Evan hjá CompTrain kynnti túrinn á Instagram síðu fyrirtækisins en stofnandi þess er Ben Bergeron sem hefur þjálfað Katrínu Tönju í sex ár. Katrín hefur haft aðstöðu hjá honum í Natick, í Massachusetts fylki undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Katrín Tanja hefur fengið flott fólk í æfingahópinn sinn á síðustu árum og á síðustu heimsleikum komust þau Amanda Barnhart, Chandler Smith og Samuel Kwant inn á leikana í Madison. Árið áður höfðu þau Katrín og Kwant bæði unnið silfur á heimsleikunum. CompTrain ætlar ný að fara sýningarferðalag um Bandaríkin í október með CrossFit stjörnur sínar og verður Cole Sager líka í þeim hópi ásamt fleirum tengdum fyrirtækinu. Hópurinn mætir með æfingatrukk og tengivagn og getur með því sett upp æfingabúðir á hverjum stað. Þar verða einnig þjálfaranámskeið og gestir og gangandi geta heilsað upp á stjörnurnar og þjálfarana. Það verður líka möguleiki að reyna sig á móti einhverjum af stjörnunum í einni æfingunni sem sett verður í gang á vegum CompTrain. Katrín Tanja þarf að passa upp á það að slaka ekki á við æfingarnar því stutt er í Rogue Invitational mótið sem fer fram í lok október.
CrossFit Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum