Sterki læknaneminn er kominn inn á HM í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir bregður á leik í mótslok. Lyftingasamband Íslands Ungar íslenskar lyftingakonur halda áfram að standa sig vel á Evrópumeistaramóti unglinga í lyftingum í Rovaniemi í Finnlandi. Tvær þeirra hafa tryggt sér þátttökurétt á HM í Úsbekistan í desember. Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira