Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 14:00 Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem þeim getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tal. Sonja er með fræðslusíðuna Matur og munnur og sérhæfir sig í að aðstoða og fræða foreldra. Tunguhaft oft samnefnari Hún segir að undanfarin ár sé það algengt að börn sem hafa verið að koma til hennar í framburðarmat, vantar ákveðin málhljóð, séu líka með ákveðin vandamál í tengslum við fæðuinntöku eins og að vilja bara mjúkan mat eða brauð og helst ekki kjöt. „Þegar maður fer að skoða upp í munninn á barninu þá er samnefnarinn oft tunguhaft eða stíft tunguband sem við erum í rauninni öll með, en getur verið mismunandi í laginu og fest á mismunandi stöðum uppi í okkur.“ Hún fór að skoða þetta nánar og sótti sér fræðslu, meðal annars á ráðstefnum erlendis. Í kjölfarið stofnaði hún síðuna Matur og munnur til þess að deila þekkingu sinni. „Fólk er að leita til mín þegar það er búið að fá svör eins og „tunguhaftið hefur engin áhrif á brjóstagjöf“ eða „bíddu þangað til barnið fer að tala, þá kemur það betur í ljós.“ En það er bara alls ekki raunin, vegna þess að bandið er stíft undir tungunni þá hefur það áhrif á hreyfifærnina, sem skiptir máli þegar barnið er að drekka brjóst eða pela,“ útskýrir Sonja. Skiptar skoðanir Sonja segir að það ætti að skoða tungu- og varahaft barna mjög vel strax við fæðingu. „Það er hægt að vera með stíft band án þess að það sjáist.“ Það þurfi líka að skoða einkenni barns og móður, eins og þegar móðir með barn á brjósti fær sár á brjóst og þarf að nota mexíkanahatt í lengri tíma, lengur en sjö daga. Sonja segir að einkennin hjá barninu geti verið mismunandi. „Barnið getur verið mjög pirrað, það grætur mikið, sefur lítið, pirrað á brjóstinu, nær ekki góðu taki, það heyrast smellir, það ælir mikið.“ Í nýjasta þættinum af Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna.Kviknar/Þorleifur Kamban Einnig eru dæmi um að það leki mjólk úr munnviki barnsins af því að það nær ekki góðu innsigli. Einnig getur barn verið með sogblöðrur því tungan eða varirnar eru að erfiða of mikið þegar barnið drekkur. „Það eru margar skiptar skoðanir um þetta en ég veit að það sem skiptir máli er að taka mark á sögum mæðra sem að þessu snúa. Það eru mörg, mörg, mörg dæmi þess að þegar klippt hefur verið á vara- og/eða tunguhaft hjá börnum að brjósta- og pelagjöf gangi upp, að næring verði í lagi, að tal verði í lagi og þetta hefur svo víðtæk og svo mikil áhrif,“ útskýrir þáttastjórnandinn Andrea Eyland. „Þetta getur verið undirrót af alls konar sem við höldum að sé eitthvað annað en er síðan vara- og/eða tunguhaftið.“ Það var þess vegna sem hún ákvað að gera heilan þátt um þetta málefni. Í þættinum segir Sonja frá því hvernig vara- og tunguhaft og vandamál í tengslum við það geta lýst sér og Kolbrún, móðir með reynslu af því að barn hennar var með tunguhaft, segir frá sinni reynslu. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Matur Börn og uppeldi Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Lífið Fleiri fréttir Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem þeim getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tal. Sonja er með fræðslusíðuna Matur og munnur og sérhæfir sig í að aðstoða og fræða foreldra. Tunguhaft oft samnefnari Hún segir að undanfarin ár sé það algengt að börn sem hafa verið að koma til hennar í framburðarmat, vantar ákveðin málhljóð, séu líka með ákveðin vandamál í tengslum við fæðuinntöku eins og að vilja bara mjúkan mat eða brauð og helst ekki kjöt. „Þegar maður fer að skoða upp í munninn á barninu þá er samnefnarinn oft tunguhaft eða stíft tunguband sem við erum í rauninni öll með, en getur verið mismunandi í laginu og fest á mismunandi stöðum uppi í okkur.“ Hún fór að skoða þetta nánar og sótti sér fræðslu, meðal annars á ráðstefnum erlendis. Í kjölfarið stofnaði hún síðuna Matur og munnur til þess að deila þekkingu sinni. „Fólk er að leita til mín þegar það er búið að fá svör eins og „tunguhaftið hefur engin áhrif á brjóstagjöf“ eða „bíddu þangað til barnið fer að tala, þá kemur það betur í ljós.“ En það er bara alls ekki raunin, vegna þess að bandið er stíft undir tungunni þá hefur það áhrif á hreyfifærnina, sem skiptir máli þegar barnið er að drekka brjóst eða pela,“ útskýrir Sonja. Skiptar skoðanir Sonja segir að það ætti að skoða tungu- og varahaft barna mjög vel strax við fæðingu. „Það er hægt að vera með stíft band án þess að það sjáist.“ Það þurfi líka að skoða einkenni barns og móður, eins og þegar móðir með barn á brjósti fær sár á brjóst og þarf að nota mexíkanahatt í lengri tíma, lengur en sjö daga. Sonja segir að einkennin hjá barninu geti verið mismunandi. „Barnið getur verið mjög pirrað, það grætur mikið, sefur lítið, pirrað á brjóstinu, nær ekki góðu taki, það heyrast smellir, það ælir mikið.“ Í nýjasta þættinum af Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna.Kviknar/Þorleifur Kamban Einnig eru dæmi um að það leki mjólk úr munnviki barnsins af því að það nær ekki góðu innsigli. Einnig getur barn verið með sogblöðrur því tungan eða varirnar eru að erfiða of mikið þegar barnið drekkur. „Það eru margar skiptar skoðanir um þetta en ég veit að það sem skiptir máli er að taka mark á sögum mæðra sem að þessu snúa. Það eru mörg, mörg, mörg dæmi þess að þegar klippt hefur verið á vara- og/eða tunguhaft hjá börnum að brjósta- og pelagjöf gangi upp, að næring verði í lagi, að tal verði í lagi og þetta hefur svo víðtæk og svo mikil áhrif,“ útskýrir þáttastjórnandinn Andrea Eyland. „Þetta getur verið undirrót af alls konar sem við höldum að sé eitthvað annað en er síðan vara- og/eða tunguhaftið.“ Það var þess vegna sem hún ákvað að gera heilan þátt um þetta málefni. Í þættinum segir Sonja frá því hvernig vara- og tunguhaft og vandamál í tengslum við það geta lýst sér og Kolbrún, móðir með reynslu af því að barn hennar var með tunguhaft, segir frá sinni reynslu. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Matur Börn og uppeldi Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Lífið Fleiri fréttir Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór væri náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Sjá meira