Dómari segir ekki glæpsamlegt að deila nærmyndum af kynfærum kvenna á klámsíðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 08:11 Ákvörðun dómarans hefur verið harðlega mótmælt. MUJERES EN IGUALDAD BURELA Ákvörðun dómara í bænum Cervo á Spáni hefur vakið mikla reiði en hann hefur nú í annað sinn vísað frá máli er varðaði konur sem voru myndaðar án þeirrar vitundar þegar þær pissuðu á útihátíð. Myndskeiðunum var deilt á klámsíðum. Um er að ræða í kringum 80 konur og stúlkur, sem neyddust til að pissa úti í hliðargötu vegna óviðunandi salernisaðstöðu þegar hátíðin A Maruxaina fór fram í bænum. Seinna kom í ljós að einhver hafði komið leyndum upptökubúnaði fyrir í götunni og deilt myndskeiðunum á netinu. Myndefnið rataði á klámsíður og í sumum tilvikum var um að ræða nærmyndir af andlitum og kynfærum kvennanna. Konurnar kærðu málið í fyrra og fóru fram á rannsókn. Sögðu þær meðal annars að viðkomandi, sem er enn óþekktur, hefði brotið gegn rétti þeirra til einkalífs. Dómari í bænum, Pablo Munoz Vázqez, ákvað hins vegar að vísa málinu frá og hefur nú staðfest þá ákvörðun. Dómarinn byggði ákvörðun sína á því að þar sem konurnar hefðu pissað á almannafæri hefði sá sem gerði upptökurnar ekki gerst brotlegur við lög. Þá komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að ekki væri um að ræða ásetning um að brjóta gegn „líkamlegri eða siðferðilegri andstöðu“ kvennanna. Ein þeirra, sem BBC kallar einfaldlega Jenniffer, segir dómarann í raun vera að leggja blessun sína yfir það að upptökur séu gerðar af fólki á almannafæri og tekjur hafðar af því að deila upptökunum á klámsíðum. Niðurstöðu dómarans hefur verið harðlega mótmælt af samtökum sem berjast fyrir jafnrétti. Þá hefur jafnréttisráðherrann Irene Montero kallað athæfið sem um ræðir hreint og klárt kynferðisofbeldi. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Spánn Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Klám Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Um er að ræða í kringum 80 konur og stúlkur, sem neyddust til að pissa úti í hliðargötu vegna óviðunandi salernisaðstöðu þegar hátíðin A Maruxaina fór fram í bænum. Seinna kom í ljós að einhver hafði komið leyndum upptökubúnaði fyrir í götunni og deilt myndskeiðunum á netinu. Myndefnið rataði á klámsíður og í sumum tilvikum var um að ræða nærmyndir af andlitum og kynfærum kvennanna. Konurnar kærðu málið í fyrra og fóru fram á rannsókn. Sögðu þær meðal annars að viðkomandi, sem er enn óþekktur, hefði brotið gegn rétti þeirra til einkalífs. Dómari í bænum, Pablo Munoz Vázqez, ákvað hins vegar að vísa málinu frá og hefur nú staðfest þá ákvörðun. Dómarinn byggði ákvörðun sína á því að þar sem konurnar hefðu pissað á almannafæri hefði sá sem gerði upptökurnar ekki gerst brotlegur við lög. Þá komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að ekki væri um að ræða ásetning um að brjóta gegn „líkamlegri eða siðferðilegri andstöðu“ kvennanna. Ein þeirra, sem BBC kallar einfaldlega Jenniffer, segir dómarann í raun vera að leggja blessun sína yfir það að upptökur séu gerðar af fólki á almannafæri og tekjur hafðar af því að deila upptökunum á klámsíðum. Niðurstöðu dómarans hefur verið harðlega mótmælt af samtökum sem berjast fyrir jafnrétti. Þá hefur jafnréttisráðherrann Irene Montero kallað athæfið sem um ræðir hreint og klárt kynferðisofbeldi. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Spánn Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Klám Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira