Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 28-25 | Fram mætir Val í bikarúrslitum Dagur Lárusson skrifar 1. október 2021 23:04 Vilhelm Poulsen átti flottan leik í liði Fram. Vísir/Daníel Þór Fram er komið í úrslit í Coca-Cola bikarsins eftir sigur á Stjörnunni í æsispennandi leik á Ásvöllum. Lokatölur 28-25 og það er því Fram sem mætir Val í úrslitaleiknum. Leikurinn var hnífjafn allan leikinn og voru aldrei meira en þrjú mörk sem skildu liðin að. Fyrstu mínútur leiksins voru það Stjörnumenn sem voru yfirleitt með eins mark forystu. Þegar líða fór á hálfleikinn fór Fram hins vegar að taka við sér og á tók forystuna af Stjörnunni á tímabili en þá tók Patrekur leikhlé, þá var staðan 10-9 fyrir Fram. Næsta leikhlé kom nokkrum mínútum seinna en þá var Fram ennþá með eins mark forystu, 12-9. Eftir það leikhlé náði Stjarnan forystunni á ný, þó áður en Fram náði að jafna í 14-14 og þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var leikurinn ennþá í járnum til að byrja með. Fram var þó yfirleitt með eins mark forystu en sú forysta fór að verða stærri eftir því sem leið á hálfleikinn og var það að stórum hluta að þakka markvörslunni hjá Lárusi Helga en hann varði eins og óður maður. Á sama tíma raðaði Vilhelm Poulsen inn mörkunum fyrir Fram á hinum enda vallarins. Fram náði þó aldrei að hrista Stjörnuna af sér fyrr en í blálokin en þá náði Stjarnan varla að koma skoti framhjá Lárusi Helga í markinu og því jókst forystan og Fram vann að lokum sigur, 28-25 og mun því mæta Val í úrslitaleiknum á morgun. Af hverju vann Fram? Þetta var virkilega jafn leikur, frá upphafi til enda en það voru ákveðnir leikmenn sem gerðu gæfumuninn í kvöld. Fyrst og fremst var það Lárus Helgi í markinu hjá Fram sem varði hvert skotið á fætur öðru, lýsandinn á vellinum gerði næstum ekkert annað en að kalla nafn hans. Í heildina varði hann 17 skot en til samanburðar varði Adam Thorstensen 10 skot í marki Stjörnunnar. Hverjar stóðu upp úr? Eins og ég nefni hér að ofan þá var það klárlega Lárus Helgi sem stóð uppúr, hann gerði gæfumuninn. Vilhelm Poulsen var einnig stórkostlegur í sókninni hjá Fram en hann skoraði 12 mörk. Hvað fór illa? Það sem gekk illa í seinni hálfleiknum hjá Stjörnunni var að koma boltanum framhjá Lárusi Helga svo ég haldi áfram að tala um hann. Hvað gerist næst? Fram mætir Val í úrslitaleiknum á morgun eftir að Valur hafði betur gegn Aftureldingu í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Lárus Helgi: Fjall sem við ætlum að klifra Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lárus Helgi átti hreint út sagt stórkostlegan leik fyrir Fram í kvöld gegn Stjörnunni en hann var þó hógvær í viðtali eftir leik. ,,Takk fyrir það en þetta var aðallega frábær leikur hjá öllu liðinu, þvílík frammistaða hjá öllu liðinu frá A-Ö. Við vorum flottir varnarlega, sóknarlega og svo auðvitað klukkaði maður sjálfur nokkra bolta í leiðinni,” byrjaði Lárus á að segja. Lárus talaði um það að liðsheildin hafi verið lykilinn að sigrinum. ,,Ég held að það sé bara svo ótrúlega sterk liðsheild hjá okkur, við erum stemmingslið og við náðum þeirri stemmingu upp í dag og við erum bara með ákveðna hugmyndafræði sem við tökum í alla leiki. Þannig við erum rosalega ánægðir með þennan leik gegn frábæru Stjörnuliði,” hélt Lárus áfram. Lárus og félagar mæta síðan Val í úrslitaleiknum á morgun. ,,Valur er örugglega það lið sem er að spila hvað best í dag þannig það verður fjall sem við ætlum að klifra, engin spurning, við mætum fullir sjálfstraust í þann leik á morgun,” endaði Lárus á að segja. Tandri Már: Lalli vann leikinn fyrir þá Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, var að bonum svekktur eftir tap kvöldsins.Vísir/Daníel Þór Tandri Már, leikmaður Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tap gegn Fram í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld. ,,Spilamennskan hjá okkur var heldur sveiflukennd og við einfaldlega töpuðum fyrir betra liði, þeir voru mikið betri heldur en við í dag,” byrjaði Tandri á að segja. Lárus Helgi varði eins og óður maður í marki Fram en Tandri vildi meina að hann hafi verið lykilinn í þeirra sigri. ,,Já hann var einfaldlega frábær í dag, til hamingju Lárus því hann í raun vinnur þennan leik fyrir þá.” Tandri vildi meina að liðið væri reynslunni ríkari eftir svona leik. ,,Við verðum að líta á einhverja jákvæða punkta og einn af þeim er að við erum reynslunni ríkari eftir svona rosalegan leik. Við lærum af þessu og gerum betur næst,” endaði Tandri Már á að segja. Olís-deild karla Fram Stjarnan
Fram er komið í úrslit í Coca-Cola bikarsins eftir sigur á Stjörnunni í æsispennandi leik á Ásvöllum. Lokatölur 28-25 og það er því Fram sem mætir Val í úrslitaleiknum. Leikurinn var hnífjafn allan leikinn og voru aldrei meira en þrjú mörk sem skildu liðin að. Fyrstu mínútur leiksins voru það Stjörnumenn sem voru yfirleitt með eins mark forystu. Þegar líða fór á hálfleikinn fór Fram hins vegar að taka við sér og á tók forystuna af Stjörnunni á tímabili en þá tók Patrekur leikhlé, þá var staðan 10-9 fyrir Fram. Næsta leikhlé kom nokkrum mínútum seinna en þá var Fram ennþá með eins mark forystu, 12-9. Eftir það leikhlé náði Stjarnan forystunni á ný, þó áður en Fram náði að jafna í 14-14 og þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var leikurinn ennþá í járnum til að byrja með. Fram var þó yfirleitt með eins mark forystu en sú forysta fór að verða stærri eftir því sem leið á hálfleikinn og var það að stórum hluta að þakka markvörslunni hjá Lárusi Helga en hann varði eins og óður maður. Á sama tíma raðaði Vilhelm Poulsen inn mörkunum fyrir Fram á hinum enda vallarins. Fram náði þó aldrei að hrista Stjörnuna af sér fyrr en í blálokin en þá náði Stjarnan varla að koma skoti framhjá Lárusi Helga í markinu og því jókst forystan og Fram vann að lokum sigur, 28-25 og mun því mæta Val í úrslitaleiknum á morgun. Af hverju vann Fram? Þetta var virkilega jafn leikur, frá upphafi til enda en það voru ákveðnir leikmenn sem gerðu gæfumuninn í kvöld. Fyrst og fremst var það Lárus Helgi í markinu hjá Fram sem varði hvert skotið á fætur öðru, lýsandinn á vellinum gerði næstum ekkert annað en að kalla nafn hans. Í heildina varði hann 17 skot en til samanburðar varði Adam Thorstensen 10 skot í marki Stjörnunnar. Hverjar stóðu upp úr? Eins og ég nefni hér að ofan þá var það klárlega Lárus Helgi sem stóð uppúr, hann gerði gæfumuninn. Vilhelm Poulsen var einnig stórkostlegur í sókninni hjá Fram en hann skoraði 12 mörk. Hvað fór illa? Það sem gekk illa í seinni hálfleiknum hjá Stjörnunni var að koma boltanum framhjá Lárusi Helga svo ég haldi áfram að tala um hann. Hvað gerist næst? Fram mætir Val í úrslitaleiknum á morgun eftir að Valur hafði betur gegn Aftureldingu í hinum undanúrslitaleiknum í dag. Lárus Helgi: Fjall sem við ætlum að klifra Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, átti frábæran leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Lárus Helgi átti hreint út sagt stórkostlegan leik fyrir Fram í kvöld gegn Stjörnunni en hann var þó hógvær í viðtali eftir leik. ,,Takk fyrir það en þetta var aðallega frábær leikur hjá öllu liðinu, þvílík frammistaða hjá öllu liðinu frá A-Ö. Við vorum flottir varnarlega, sóknarlega og svo auðvitað klukkaði maður sjálfur nokkra bolta í leiðinni,” byrjaði Lárus á að segja. Lárus talaði um það að liðsheildin hafi verið lykilinn að sigrinum. ,,Ég held að það sé bara svo ótrúlega sterk liðsheild hjá okkur, við erum stemmingslið og við náðum þeirri stemmingu upp í dag og við erum bara með ákveðna hugmyndafræði sem við tökum í alla leiki. Þannig við erum rosalega ánægðir með þennan leik gegn frábæru Stjörnuliði,” hélt Lárus áfram. Lárus og félagar mæta síðan Val í úrslitaleiknum á morgun. ,,Valur er örugglega það lið sem er að spila hvað best í dag þannig það verður fjall sem við ætlum að klifra, engin spurning, við mætum fullir sjálfstraust í þann leik á morgun,” endaði Lárus á að segja. Tandri Már: Lalli vann leikinn fyrir þá Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, var að bonum svekktur eftir tap kvöldsins.Vísir/Daníel Þór Tandri Már, leikmaður Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tap gegn Fram í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld. ,,Spilamennskan hjá okkur var heldur sveiflukennd og við einfaldlega töpuðum fyrir betra liði, þeir voru mikið betri heldur en við í dag,” byrjaði Tandri á að segja. Lárus Helgi varði eins og óður maður í marki Fram en Tandri vildi meina að hann hafi verið lykilinn í þeirra sigri. ,,Já hann var einfaldlega frábær í dag, til hamingju Lárus því hann í raun vinnur þennan leik fyrir þá.” Tandri vildi meina að liðið væri reynslunni ríkari eftir svona leik. ,,Við verðum að líta á einhverja jákvæða punkta og einn af þeim er að við erum reynslunni ríkari eftir svona rosalegan leik. Við lærum af þessu og gerum betur næst,” endaði Tandri Már á að segja.