Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Southampton 2. október 2021 16:00 Chelsea er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Ryan Pierse/Getty Images Chelsea lyfti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri gegn Southampton á heimavelli í dag. Heimamönnuum gekk illa að hrista gestina af sér þangað til að James Ward-Powse fékk að líta rauða spjaldið. Trevoh Chalobah kom Chelsea í 1-0 strax á níundu mínútu eftir að hornspyrna Ben Chilwell barst til hans. Þjóðverjinn Timo Werner hélt að hann væri búinn að tvöfalda forystu heimamanna stuttu fyrir hálfleik, en markið var dæmt af eftir að myndbandsdómarinn tók eftir broti í aðdraganda marksins. Staðan var því 1-0 í hálfleik, en James Ward-Prowse jafnaði metin af vítapunktinum eftir á 61. mínútu eftir að Ben Chilwell braut á Valentino Livramento innan vítateigs. Á 77. mínútu fékk Ward-Prowse síðan að líta beint rautt spjald eftir skoðun myndbandsdómara fyrir ljótt brot á Jorginho, og gestirnir þurftu því að spila seinasta stundarfjórðunginn manni færri. Þeir bláklæddu nýttu sér liðsmuninn og á 84. mínútu kom Timo Werner Chelsea í forystu, áður en Ben Chilwell tryggði 3-1 sigur eftir mikinn atgang í teignum þar sem að boltinn fór tvisvar í stöngina áður en Chilwell kom honum loksins yfir marklínuna. Chelsea er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki, tveim stigum meira en Liverpool sem situr í öðru sæti en hefur leikið einum leik minna. Southampton er enn án sigurs eftir sjö leiki, en liðið hefur aðeins náð í fjögur stig. Enski boltinn
Chelsea lyfti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri gegn Southampton á heimavelli í dag. Heimamönnuum gekk illa að hrista gestina af sér þangað til að James Ward-Powse fékk að líta rauða spjaldið. Trevoh Chalobah kom Chelsea í 1-0 strax á níundu mínútu eftir að hornspyrna Ben Chilwell barst til hans. Þjóðverjinn Timo Werner hélt að hann væri búinn að tvöfalda forystu heimamanna stuttu fyrir hálfleik, en markið var dæmt af eftir að myndbandsdómarinn tók eftir broti í aðdraganda marksins. Staðan var því 1-0 í hálfleik, en James Ward-Prowse jafnaði metin af vítapunktinum eftir á 61. mínútu eftir að Ben Chilwell braut á Valentino Livramento innan vítateigs. Á 77. mínútu fékk Ward-Prowse síðan að líta beint rautt spjald eftir skoðun myndbandsdómara fyrir ljótt brot á Jorginho, og gestirnir þurftu því að spila seinasta stundarfjórðunginn manni færri. Þeir bláklæddu nýttu sér liðsmuninn og á 84. mínútu kom Timo Werner Chelsea í forystu, áður en Ben Chilwell tryggði 3-1 sigur eftir mikinn atgang í teignum þar sem að boltinn fór tvisvar í stöngina áður en Chilwell kom honum loksins yfir marklínuna. Chelsea er nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir sjö leiki, tveim stigum meira en Liverpool sem situr í öðru sæti en hefur leikið einum leik minna. Southampton er enn án sigurs eftir sjö leiki, en liðið hefur aðeins náð í fjögur stig.