Tottenham vann kærkominn sigur gegn Aston Villa

Pierre-Emile Højbjerg skoraði fyrra mark Tottenham í dag.
Pierre-Emile Højbjerg skoraði fyrra mark Tottenham í dag. Eddie Keogh/Getty Images

Heimamenn í Tottenham voru líklegri aðilinn í upphafi leiks, og það skilaði sér á 27. mínútu þegar Pierre-Emile Højbjerg fann fjærhornið með hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig.

Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Ollie Watkins jafnaði metin fyrir gestina á 67. mínútu þegar hann stýrði fyrirgjöf Matt Targett í netið, en sá síðarnefndi átti eftir að koma meira við sögu.

Matt Targett varð nefninlega fyrir því óláni að skora sjálfsmark fjórum mínútum síðar og staðan því orðin 2-1 fyrir heimamenn. Þó er erfitt að segja hvort að það hafi verið Tagett sem setti boltann í eigið net, eða hvort að Lucas Moura hafi skorað fyrir Tottenham, en markið var skráð sem sjálfsmark.

Giovani Lo Celso og Harry Kane fengu báðir góð tækifæri til að bæta í forystu heimamanna, en niðurstaðan varð að lokum 2-1 sigur Tottenham. Enska markamaskínan Harry Kane hefur ekki enn skorað deildarmark fyrir Tottenham á þessu tímabili.

Sigurinn lyftir Tottenham upp í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki. Aston Villa hefur tveim stigum minna í tíunda sæti.

Þetta reyndist seinasta me

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira