Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 16:45 Debbie Harry var í viðtali við Heimi Má Pétursson fyrr í vikunni. Vísir/Sigurjón Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“ Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Opnunarmynd RIFF í ár, Versta mannaeskja í heimi, var svo sýnd fyrir fullum sal í Gamla bíói. Í dag mun Mia Hansen-Løve einn heiðursgesta hátíðarinnar svara spurningum eftir sýningar á verkum sínum, Eden, kl. 17:00 og, Bergman eyju, kl. 18.45 í Bíó Paradís. Kvikmyndaleikstjórinn Mia Hansen-Løve tók við lundanum en fuglinn er einkennismerki kvikmyndahátíðarinnar.Vísir/Vilhelm „Stórviðburður helgarinnar er auðvitað Samtal við Debbie Harry, sem fer fram í Háskólabíó á laugardaginn 2. október kl. 17.00. Stórsöngkona sveitarinnar Blondie verður viðstödd sýningu glænýrrar stutttónleikamyndarinnar Blondie: Vivir en la Habana, ásamt leikstjóranum Rob Roth, og mun þau ræða um lífið og listina við Andreu Jóns útvarpskonu og rithöfundinn Berg Ebba. Miðasala er enn fullum í gangi en miðinn kostar litlar 2900 krónur,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry, leikstjórinn Rob Roth, Guðni Th. Jóhannesson forseti, leikstjórinn Joachim Trier og Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF á Bessastöðum í gær.Vísir/Vilhelm Bílabíó hefst með trompi en söngvamyndin Mamma Mia! er sýnd í kvöld klukkan 20:00. Á laugardaginn verður Sítt að aftan kvöld klukkan 20:00 með sýningu á áttutvíhleypunni a-ha: Bíómyndin og Blondie: Að lifa í Havana. Íslenskur sunnudagur tekur við með sýningum á Lói – þú flýgur aldrei einn kl. 18;00 og Ég man þig kl. 20:00. Bílabíóið er staðsett á bílaplani Samskipa á horni Holtavegs og Barkarvogar. Miðaverð er 3.000 krónur á hvern bíl. Vínsmökkunarbíó í Norræna húsinu. Á laugardaginn kl. 18:00 er sýnd Blind Ambition, stórskemmtileg heimildarmynd um fjóra flóttamenn frá Zimbabwe sem stefna á alþjóðlegu heimsmeistarkeppnina í vínsmökkun. Eftir sýningu gefst áhorfendum tækifæri til að smakka ýmis vín og giska uppruna þeirra. Haldið í samstarfi við Jacob’s Creek. Saga Borgarættarinnar (1920), fyrsta kvikmyndin í fullri lengd til að vera tekin upp á Íslandi, er sýnd í endurbættri útgáfu með nýrri tónlist í Bíó Paradís klukkan 15:00 á sunnudaginn 3. október, en samtímis er hún sýnd á Akureyri og Seyðisfirði í tilefni af hundrað ára afmæli myndarinnar. „Uppselt er í hið feykivinsæla sundbíó. Hefðbundin dagskrá er komin í fullt gang í Bíó Paradís og er mikil tilhlökkun fyrir komandi bíóhelgi!“
Bíó og sjónvarp RIFF Hollywood Tónlist Íslandsvinir Tengdar fréttir Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31