Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2021 19:01 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn. Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hafrannsóknarstofnunin ráðlagði veiðar á tæplega 128 þúsund tonnum af loðnu í fyrra en tvö ár þar áður var ekkert veitt. Hafrannsóknunarstofnun gerði stofnmælingu á loðnu á skipinu Árna Friðrikssyni. En hvað veldur því að stofninn er nú orðinn svona stór? Það liggur ekki alveg fyrir, að sögn Birkis Bárðarsonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknarstofnun og leiðangursstjóra stofnmælingarleiðangursins. „Það liggur beint við að hugsa um umhverfið, hitastig. Við höfum séð frá áramótum hátt hitastig fyrir norðan land þar sem loðnan heldur sig, það hefur aðeins gengið til baka síðastliðin ár.“ Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Sigurjón Loðnuvertíðin hefst alla jafna um áramót en vegna þess hversu mikill kvótinn er nú gæti þurft að fara fyrr af stað en ella. Og ljóst er að ráðgjöfin í morgun er þegar byrjuð að hafa áhrif - hlutabréf útgerðarfélaganna Brims og Síldarvinnslunnar ruku upp eftir að ráðgjöfin var tilkynnt í morgun. Bréf í Brimi hækkuðu um 9,09 prósent í viðskiptum dagsins og um 9,14 prósent hjá Síldarvinnslunni. Reiknað er með að ráðgjöfin veiti innspýtingu í þjóðarbúið. „Miðað við hvað síðasta vertíð gaf mikið með 128 þúsund tonnum þá erum við að mæla með 904 þúsund tonna veiði núna þannig það hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ segir Birkir en áréttar að hann sé fiskifræðingur, ekki sérfræðingur í efnahagsmálum. „Og þessar byggðir þar sem loðnan er hornsteinninn í atvinnulífinu á ákveðnum árstímum,“ bætir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, við. Og nánasta framtíð er björt. Svokölluð ungloðnuvísitala, það er magn eins árs fisks sem mældist í stofnmælingaleiðangrinum, er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga. Þetta þýði að stofninn sé að taka hraustlega við sér og að veitt verði á þarnæstu vertíð. „Við eigum von á því að fiskveiðiárið 2022-23 verði gott, hvað gerist svo í framhaldinu af því er algjör óvissa um,“ segir Þorsteinn.
Sjávarútvegur Efnahagsmál Kauphöllin Tengdar fréttir Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Leggja til mikla loðnuveiði Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira en 904.200 tonn af loðnu. Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021. Var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin. 1. október 2021 10:10