Ásmundur tekur við bikarmeisturum Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 18:01 Ásmundur hefur skrifað undir þriggja ára samning við Blika. Breiðablik Bikarmeistarar Breiðabliks gáfu frá sér tilkynningu í dag þess efnis að Ásmundur Arnarsson væri nýr þjálfari liðsins. Er hann ráðinn til þriggja ára. Breiðablik varð í gær bikarmeistari kvenna í fótbolta en vitað var að Vilhjálmur Kári Haraldsson myndi ekki halda áfram með liðið. Hann hafði tekið við Blikaliðinu fyrir tímabilið og skilað því í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu áður en liðið mætti Þrótti Reykjavík í úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Á bak við bikarmeistara er öflugt teymi sem er tilbúið að gera allt sem þarf pic.twitter.com/BhLJobqehW— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) October 2, 2021 Þar vannst 4-0 sigur en síðasti leikur Vilhjálms Kára með liðið verður gegn franska stórliðinu París Saint-Germain þann 6. október næstkomandi. Ásmundur verður einnig í þjálfarateyminu í þeim leik. Þá segir á vef Breiðabliks að Vilhjálmur verði liðinu innan handar ef þess þurfi. Ásmundur stýrði liði Fjölnis í sumar í Lengjudeild karla þar sem það endaði í 3. sæti. Hann þekkir ágætlega til í Kópavogi eftir að hafa þjálfað Augnablik frá 2017 til 2018 sem og að þjálfa 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki. Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna https://t.co/mPOoeyNi8u— Blikar.is (@blikar_is) October 2, 2021 „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá svona reynslumikinn og öflugan þjálfara í starfið og ætlar félagið sér áfram að vera leiðandi í íslenskri kvennaknattspyrnu og byggja ofan á þann frábæra árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Um leið og við þökkum Vilhjálmi Kára fyrir hans frábæra framlag til félagsins bjóðum við Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn til starfa,“ segir í tilkynningu Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Breiðablik varð í gær bikarmeistari kvenna í fótbolta en vitað var að Vilhjálmur Kári Haraldsson myndi ekki halda áfram með liðið. Hann hafði tekið við Blikaliðinu fyrir tímabilið og skilað því í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu áður en liðið mætti Þrótti Reykjavík í úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Á bak við bikarmeistara er öflugt teymi sem er tilbúið að gera allt sem þarf pic.twitter.com/BhLJobqehW— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) October 2, 2021 Þar vannst 4-0 sigur en síðasti leikur Vilhjálms Kára með liðið verður gegn franska stórliðinu París Saint-Germain þann 6. október næstkomandi. Ásmundur verður einnig í þjálfarateyminu í þeim leik. Þá segir á vef Breiðabliks að Vilhjálmur verði liðinu innan handar ef þess þurfi. Ásmundur stýrði liði Fjölnis í sumar í Lengjudeild karla þar sem það endaði í 3. sæti. Hann þekkir ágætlega til í Kópavogi eftir að hafa þjálfað Augnablik frá 2017 til 2018 sem og að þjálfa 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki. Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna https://t.co/mPOoeyNi8u— Blikar.is (@blikar_is) October 2, 2021 „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá svona reynslumikinn og öflugan þjálfara í starfið og ætlar félagið sér áfram að vera leiðandi í íslenskri kvennaknattspyrnu og byggja ofan á þann frábæra árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Um leið og við þökkum Vilhjálmi Kára fyrir hans frábæra framlag til félagsins bjóðum við Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn til starfa,“ segir í tilkynningu Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira