Ásmundur tekur við bikarmeisturum Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 18:01 Ásmundur hefur skrifað undir þriggja ára samning við Blika. Breiðablik Bikarmeistarar Breiðabliks gáfu frá sér tilkynningu í dag þess efnis að Ásmundur Arnarsson væri nýr þjálfari liðsins. Er hann ráðinn til þriggja ára. Breiðablik varð í gær bikarmeistari kvenna í fótbolta en vitað var að Vilhjálmur Kári Haraldsson myndi ekki halda áfram með liðið. Hann hafði tekið við Blikaliðinu fyrir tímabilið og skilað því í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu áður en liðið mætti Þrótti Reykjavík í úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Á bak við bikarmeistara er öflugt teymi sem er tilbúið að gera allt sem þarf pic.twitter.com/BhLJobqehW— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) October 2, 2021 Þar vannst 4-0 sigur en síðasti leikur Vilhjálms Kára með liðið verður gegn franska stórliðinu París Saint-Germain þann 6. október næstkomandi. Ásmundur verður einnig í þjálfarateyminu í þeim leik. Þá segir á vef Breiðabliks að Vilhjálmur verði liðinu innan handar ef þess þurfi. Ásmundur stýrði liði Fjölnis í sumar í Lengjudeild karla þar sem það endaði í 3. sæti. Hann þekkir ágætlega til í Kópavogi eftir að hafa þjálfað Augnablik frá 2017 til 2018 sem og að þjálfa 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki. Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna https://t.co/mPOoeyNi8u— Blikar.is (@blikar_is) October 2, 2021 „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá svona reynslumikinn og öflugan þjálfara í starfið og ætlar félagið sér áfram að vera leiðandi í íslenskri kvennaknattspyrnu og byggja ofan á þann frábæra árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Um leið og við þökkum Vilhjálmi Kára fyrir hans frábæra framlag til félagsins bjóðum við Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn til starfa,“ segir í tilkynningu Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Breiðablik varð í gær bikarmeistari kvenna í fótbolta en vitað var að Vilhjálmur Kári Haraldsson myndi ekki halda áfram með liðið. Hann hafði tekið við Blikaliðinu fyrir tímabilið og skilað því í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar og inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu áður en liðið mætti Þrótti Reykjavík í úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Á bak við bikarmeistara er öflugt teymi sem er tilbúið að gera allt sem þarf pic.twitter.com/BhLJobqehW— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) October 2, 2021 Þar vannst 4-0 sigur en síðasti leikur Vilhjálms Kára með liðið verður gegn franska stórliðinu París Saint-Germain þann 6. október næstkomandi. Ásmundur verður einnig í þjálfarateyminu í þeim leik. Þá segir á vef Breiðabliks að Vilhjálmur verði liðinu innan handar ef þess þurfi. Ásmundur stýrði liði Fjölnis í sumar í Lengjudeild karla þar sem það endaði í 3. sæti. Hann þekkir ágætlega til í Kópavogi eftir að hafa þjálfað Augnablik frá 2017 til 2018 sem og að þjálfa 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki. Ásmundur Arnarsson tekur við meistaraflokki kvenna https://t.co/mPOoeyNi8u— Blikar.is (@blikar_is) October 2, 2021 „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá svona reynslumikinn og öflugan þjálfara í starfið og ætlar félagið sér áfram að vera leiðandi í íslenskri kvennaknattspyrnu og byggja ofan á þann frábæra árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. Um leið og við þökkum Vilhjálmi Kára fyrir hans frábæra framlag til félagsins bjóðum við Ásmund Arnarsson hjartanlega velkominn til starfa,“ segir í tilkynningu Breiðabliks. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira