Sport

Þróttur Fjarða­byggð sótti sigur í Mos­fells­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
úr leik kvöldsins.
úr leik kvöldsins. Afturelding

Afturelding vann Þrótt Fjarðabyggð, áður Þrótt Nes. í hörkuleik í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld.

Mikil spenna var fyrir leik kvöldsins enda venjulega hörkuleikir þegar þessi lið mætast. Tímabilið er nýfarið af stað en bæði lið eru mjög breytt frá síðustu leiktíð, til að mynda leikmenn skipt úr liði Þróttar og gengið til liðs við Aftureldingu.

Leikurinn var mikil skemmtun og tók rúmlega tvær klukkustundir að ráða úrslit hans. Þá var loksins ljóst að Fjarðabyggð væri sigurvegari kvöldsins en gestirnir unnu leikinn 3-1. 

Stigahæstur í liði gestanna var Miguel Angel Ramon með 15 stig á meðan Sigþór Helgason var stigahæstur í liði heimamanna með 16 stig.

Að loknum leik dagsins er Afturelding í 4. sæti á meðan Þróttur Fjarðabyggð er sæti ofar. HK og Hamar eru svo í 1. og 2. sæti en bæði lið hafa spilað þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×