Gagnrýnir fólk sem neitar að láta bólusetja sig og líkir því við að keyra fullur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 09:31 Klopp liggur ekki á skoðunum sínum. Gareth Copley/AP Þjóðverjinn Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur sent væna pillu á fólk sem neitar að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Líkir hann því við að keyra fullur þar sem þeir einstaklingar setja fjölda fólks í hættu með ákvörðun sinni. Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
Klopp sjálfur segist hafa ráðfært sig við sérfræðing um hvað væri best að gera varðandi Covid-19. „Þannig virkar það: Þegar þú veist ekki hvað á að gera þá ráðfærir þú þig við sérfræðing sem segir þér hvað sé best að gera í tiltekinni stöðu. Það er ástæðan fyrir því að ég lét bólusetja mig, ég er í aldurshóp þar sem veiran gæti reynst erfið viðureignar og ég var mjög glaður þegar ég fékk bólusetninguna. Sérfræðingarnir segja að sem stendur sé bólusetning lausnin við vandamálinu,“ sagði Klopp í viðtali nýverið. We have 99% vaccinated. I don't take the vaccination only to protect me, I take it to protect all people around me. I don't understand why that is a limitation of freedom. If it is then not being allowed to drink drive is a limitation of freedom. #LFC https://t.co/QdSwSTZMIN— James Pearce (@JamesPearceLFC) October 2, 2021 Þá gagnrýndi Klopp fólk sem neitar að láta bólusetja sig. „Þetta er eins og að keyra fullur. Við höfum örugglega öll verið í aðstöðu þar sem við höfum fengið okkur bjór eða tvö og íhugað að keyra en vegna laganna þá megum við ekki keyra svo við keyrum ekki. Þessi lög eru ekki til að vernda mig þegar ég vil keyra eftir að hafa fengið mér tvo bjóra heldur til að vernda allt hitt fólkið á götunni.“ „Ég lét ekki bólusetja mig eingöngu til að vernda sjálfan mig. Ég gerði það einnig til að vernda allt fólkið í kringum mig. Ef ég læt ekki bólusetja mig og fæ Covid-19 þá er það mér að kenna, ef ég smita aðra er það líka mér að kenna en ekki þeim.“ Klopp vill opna umræðuna varðandi stöðu fólks er kemur að bólusetningu. „Við megum ekki spyrja fólk hvort það sé bólusett en ég má spyrja leigubílstjóra hvort hann sé ölvaður. Ef ég mæti fullur til vinnu má senda mig heim eða sekta mig en við megum ekki spyrja fólk (hvort það sé bólusett). Kannski er ég svona barnalegur en ég bara skil þetta ekki.“ Jurgen Klopp has a superb response to the question of footballers (and wider society) being vaccinated, using the analogy of a drunk driver:"The law is not there to protect me, it s there for protecting all the other people because I m drunk or pissed and want to drive a car." pic.twitter.com/r7dbLmTY2z— This Is Anfield (@thisisanfield) October 2, 2021 Liverpool tekur á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag. Þar fær Klopp að kljást við önnur vandamál heldur en þau sem tengjast kórónuveirunni.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira