Enski boltinn

Xisco rekinn frá Watford

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Xisco tók við Watford í desember í fyrra, og undir hans stjórn vann liðið sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Xisco tók við Watford í desember í fyrra, og undir hans stjórn vann liðið sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni. Stephen Pond/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Watford lét þjálfara liðsins, Xisco Muñoz, taka poka sinn í morgun etir rétt tæpa tíu mánuði í starfi.

Frá þessu er greint á heimasíðu Watford, en Xisco tók við liðinu í desember á síðasta ári. Undir hans stjórn vann Watford sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Gengi Watford hefur ekki verið upp á marga fiska í úrvalsdeildinni á þessu tímabili, en liðið situr í 14. sæti með sjö stig eftir jafn marga leiki. Xisco stýrði Watford í seinasta skipti í gær þegar að liðið tapaði 1-0 gegn Leeds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×