Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Árni Sæberg skrifar 3. október 2021 19:33 Tony Blair er einn þeirra hverra nöfn má finna í Pandóruskjölunum. Dan Kitwood/Getty Images Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð. Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð.
Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira