Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Árni Sæberg skrifar 3. október 2021 19:33 Tony Blair er einn þeirra hverra nöfn má finna í Pandóruskjölunum. Dan Kitwood/Getty Images Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð. Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Tony Blair sparaði sér 55 milljónir króna í stimpilgjöld Nafn Tonys Blair, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins og forsætisráðherra Bretlands, er að finna í skjölunum en í þeim kemur fram að hann hafi sparað sér 312 þúsund pund, um 55 milljónir króna, í stilmpilgjöld með viðskiptafléttu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Í stað þess að kaupa einfaldlega skrifstofubyggingu í Lundúnum sem hann falaðist hafi hann ákveðið að kaupa heldur aflandsfélag sem átti bygginguna. Þar með hafi hann sparað sér opinber gjöld. Konungur Jórdaníu á faldar eignir upp á tólf milljarða Abdullah II bin Al-Hussein, konungur Jórdaníu, hefur verið iðinn við að koma sér upp stóru eignasafni, sem falið er í aflandsfélögum, síðan hann tók við völdum í landinu árið 1999. Í skjölunum kemur fram að hann eigi fasteignir í Bandaríkjunum og Bretlandi sem metnar eru á ríflega sjötíu milljónir punda, eða um tólf milljarða króna. Lögmenn konungsins hafa haldið því fram að hann hafi notað persónulega fjármuni sína til að sanka að sér eignum og að ekkert athugavert sé við það að þær séu í eigu aflandsfélaga. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að auðæfi konungsins hafa vakið sérstaka athygli þar sem Jórdanía þiggur mikla alþjóðlega fjárhagsaðstoð. Þá hafi þarlend stjórnvöld sett takmarkanir á flæði fjármagns frá landinu. Forsætisráðherra Tékklands á rándýran fjallakofa í Frakklandi Að sögn The Guardian gæti Andrej Babiš, forsætisráðherra Tékklands, verið í vandræðum í aðdraganda koninga í landinu. Í Pandóruskjölunum sjáist að hann hafi keypt fjallakofa í Frakklandi fyrir 22 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega þrjá milljarða króna, í gegnum aflandsfélag. Í ljósi umfangs lekans er ljóst að síðasta fréttin um hann hefur ekki verið skrifuð.
Bretland Jórdanía Tékkland Pandóruskjölin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira