Jórdanía

Fréttamynd

Auka fram­lag Ís­lands til UN­RWA um hundrað milljónir

Ísland eykur framlag sitt til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) um hundrað milljónir. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti um framlagið á ráðstefnu sem hann sótti fyrir hönd forsætisráðherra í Jórdaníu. Samanlagt munu stjórnvöld þá hafa lagt til UNRWA 290 milljónir á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall um vopna­hlé og grið

Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa hörmungunum á Gaza á þann hátt að við getum skilið þjáninguna og sorgina sem fylgir þessum ómannúðlega hernaði í Landinu helga. Staðan er grafalvarleg og ákall um vopnahlé þarf að ná eyrum þeirra sem geta stöðvað ófriðinn, morðin og gjöreyðileggingu samfélagsins sem áður lifði í Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Biden segist búinn að á­kveða sig

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili.

Erlent
Fréttamynd

Skutu drónann ekki niður vegna mis­skilnings

Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður.

Erlent
Fréttamynd

„Þið getið tekið við þeim“

Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru.

Erlent
Fréttamynd

Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana

Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna.

Innlent
Fréttamynd

Lítil pilla gefur Assad mikil völd

Ein helsta ástæða þess að nágrannar Sýrlands eru tilbúnir til að hleypa Bashar al-Assad, forseta landsins, inn úr kuldanum snýr að flæði fíkniefna frá Sýrlandi. Ríkið framleiðir og leyfir framleiðslu gífurlegs magns af Captagon-amfetamínpillum en hundruð milljóna slíkra pilla hefur verið smyglað til Jórdaníu, Írak, Sádi-Arabíu og annara ríkja Mið-Austurlanda.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán manns létu lífið í gasleka

Þrettán manns hafa látið lífið og eru rúmlega 250 einstaklingar slasaðir eftir gasleka í borginni Aqaba í Jórdaníu. Íbúar borgarinnar hafa verið beðnir um að loka öllum gluggum og halda sig innandyra.

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískar her­sveitir fara frá Sýr­landi til vestur­hluta Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju.

Erlent
Fréttamynd

Tólf látnir eftir skyndiflóð í Jórdaníu

Eftir miklar rigningar í arabíska konungsríkinu Jórdaníu hafa tólf látist í skyndiflóðum víðsvegar um landið. Ferðamönnum í fornu borginni Petru var bjargað þegar byrjaði að flæða þar.

Erlent
Fréttamynd

ISIS-liðar felldir af Ísrael og Jórdaníu

Yfirvöld Ísrael og Jórdaníu segja að vígamenn Íslamska ríkisins sem flúið hafi sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átt að landamærum ríkjanna hafi verið felldir.

Erlent
Fréttamynd

Enn mótmælt í Jórdaníu

Þrátt fyrir að Abdúlla Jórdaníukonungur hafi skipt um forsætisráðherra vegna mikillar andstöðu almennings við fyrirhugaðar skattahækkanir og hávær mótmæli er enn mótmælt á götum höfuðborgarinnar Amman, sem og víðar.

Erlent