Siggi nýnasisti látinn Snorri Másson skrifar 4. október 2021 13:01 Siggi, til hægri, á mótmælum í Bielefeld árið 2018, þar sem nýnasistar sýndu samstöðu með hinni 90 ára gömlu Úrsúlu Haverbeck, sem var dæmd fyrir að afneita helförinni. Getty/Finn Grohmann Greint er frá andláti þýsks nýnasista í þýskum miðlum í dag, að nafni Siegfried Borchardt. Hann var landsþekktur sem „SS-Siggi“ og hefur löngum verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. Borchardt lést 67 ára gamall eftir stutta sjúkrahúsinnlögn, eins og flokkur hans Die Rechte (ísl. Hægrið) greindi frá í yfirlýsingu. Sá flokkur er róttækara klofningsbrot úr AfD, sem er fyrir sitt leyti öfgaflokkur á hægrivæng. „SS-Siggi“ átti langan feril að baki sem opinber nýnasisti. Á áttunda áratugnum fór hann fyrir Borussenfront, sem var nýnasísk hreyfing fótboltabulla og stuðningsmanna Borussia Dortmund. Þar tók hann þátt í ofsóknum á hendur minnihlutahópum eins og svartra og gyðinga og var margsinnis handtekinn fyrir óspektir. Ísrael er okkar ólán, segir á skiltum öfgaflokksins, sem hefur mótmælt harkalega stefnu Ísraelsríkis um að skapa gyðingum öruggt athvarf í Ísrael. Siggi er í rauðum bol fyrir miðju.David Speier/NurPhoto via Getty Images Í viðtali við Spiegel árið 2014 var Siggi spurður út í gælunafnið „SS-Siggi“. Þar sagðist hann ekki sáttur við að vera kenndur við SS, sem sagt stormsveitir nasista, heldur grínaðist hann með að vilja raunar heldur vera kallaður „SA-Siggi“ og vera þannig kenndur við brúnstakka, sem var önnur eining innan nasistaflokks Hitlers. Sama ár rataði það í heimsfréttirnar þegar Siggi náði inn í borgarstjórn í Dortmund sem fulltrúi flokks síns, en vegna heiftúðugra mótmæla gegn setu hans þar hrökklaðist hann úr embætti tveimur mánuðum síðar. Á stefnuskrá flokksins í þeim kosningum var meðal annars að stöðva „innrás hælisleitenda“ og að koma því þannig fyrir aftur að hjónaband yrði aðeins á milli karls og konu. Síðast sat Siggi inni í nokkra mánuði árið 2018 fyrir að svívirða lögregluþjóna á mótmælum. Die Rechte er ekki með kjörinn fulltrúa á þýska þinginu en er enn með fulltrúa í sveitarstjórn Dortmund. „Við berjumst fyrir Þýskaland,“ stendur á fánanum á bakvið nýnasistaleiðtogann.Yavuz Arslan/ullstein bild via Getty Images) Þýskaland Andlát Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Borchardt lést 67 ára gamall eftir stutta sjúkrahúsinnlögn, eins og flokkur hans Die Rechte (ísl. Hægrið) greindi frá í yfirlýsingu. Sá flokkur er róttækara klofningsbrot úr AfD, sem er fyrir sitt leyti öfgaflokkur á hægrivæng. „SS-Siggi“ átti langan feril að baki sem opinber nýnasisti. Á áttunda áratugnum fór hann fyrir Borussenfront, sem var nýnasísk hreyfing fótboltabulla og stuðningsmanna Borussia Dortmund. Þar tók hann þátt í ofsóknum á hendur minnihlutahópum eins og svartra og gyðinga og var margsinnis handtekinn fyrir óspektir. Ísrael er okkar ólán, segir á skiltum öfgaflokksins, sem hefur mótmælt harkalega stefnu Ísraelsríkis um að skapa gyðingum öruggt athvarf í Ísrael. Siggi er í rauðum bol fyrir miðju.David Speier/NurPhoto via Getty Images Í viðtali við Spiegel árið 2014 var Siggi spurður út í gælunafnið „SS-Siggi“. Þar sagðist hann ekki sáttur við að vera kenndur við SS, sem sagt stormsveitir nasista, heldur grínaðist hann með að vilja raunar heldur vera kallaður „SA-Siggi“ og vera þannig kenndur við brúnstakka, sem var önnur eining innan nasistaflokks Hitlers. Sama ár rataði það í heimsfréttirnar þegar Siggi náði inn í borgarstjórn í Dortmund sem fulltrúi flokks síns, en vegna heiftúðugra mótmæla gegn setu hans þar hrökklaðist hann úr embætti tveimur mánuðum síðar. Á stefnuskrá flokksins í þeim kosningum var meðal annars að stöðva „innrás hælisleitenda“ og að koma því þannig fyrir aftur að hjónaband yrði aðeins á milli karls og konu. Síðast sat Siggi inni í nokkra mánuði árið 2018 fyrir að svívirða lögregluþjóna á mótmælum. Die Rechte er ekki með kjörinn fulltrúa á þýska þinginu en er enn með fulltrúa í sveitarstjórn Dortmund. „Við berjumst fyrir Þýskaland,“ stendur á fánanum á bakvið nýnasistaleiðtogann.Yavuz Arslan/ullstein bild via Getty Images)
Þýskaland Andlát Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira