Fimm mýtur um launasamninga og góð ráð til að fá launahækkun Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. október 2021 07:00 Það eitt og sér að opna umræðuna um launahækkun getur oft komið fólki langt. Vísir/Getty Flestum finnst erfitt að biðja um launahækkun. Reyndar finnst flestum tilhugsunin um að biðja um launahækkun erfið ein og sér! En hví ekki að reyna að semja um hærri laun, ef okkur svo sannarlega finnst við standa undir því sem starfsmenn? Einn þeirra sérfræðinga sem hefur getið sér góðs orðs sem sérlegur ráðgjafi fólks í ráðningum, vinnu og starfsframa heitir Brian Liou, en hann er forstjóri fyrirtækis sem heitir Rora og telst til eins af helstu áhrifafyrirtækja í Bandaríkjunum að mati Forbes. Liou þessi hefur aðstoðað fjöldann allan af fólki í launasamningum, sem hann segir í flestum tilfellum hægt að semja um. Forsendurnar þurfa þó alltaf að vera réttar: Að við metum framlag okkar og árangur í starfi þess eðlis, að hærri laun séu eðlileg og réttmæt krafa. Það eru hins vegar fimm mýtur um launasamninga sem Liou segir algengar og eru þess eðlis að þær hræða fólk frá því að taka samtalið um launahækkun. 1. Launin þín ákvarðast af markaðinum Það er eðlilegt að við veltum fyrir okkur hvert virði starfið okkar er eða hvað er verið að greiða „almennt“ á vinnumarkaði fyrir vinnu eins og okkar. En það er hins vegar algengur misskilningur hjá fólki að telja þessar launaupphæðir meitlaðar í stein. Vissulega miða atvinnurekendur við einhver viðmið. En ef þú ímyndar þér að launin þín geti ráðist með svipuðum hætti og hlutabréf þróast snýst þetta allt um væntingar og virði. Hvaða virði þú getur gefið vinnustaðnum þínum og hvaða væntingar vinnuveitandinn hefur til þín um árangur og afköst. Sem þýðir að þú þarft með markvissum hætti að sýna það alla daga að þú ert vel þess virði. Góð ráð: Hafðu í huga að það er verkefni vinnuveitandans þíns að skila sem bestum rekstri. Þess vegna er það eðlilegt að viðkomandi yfirmaður mun alltaf reyna að semja um sem hagstæðust laun fyrir vinnustaðinn. Gott ráð er að biðja alltaf um 15% hærri upphæð en þú ætlar þér að reyna að semja um. Og alltaf að nefna hærri upphæð en vinnuveitandinn leggur til. 2. Launin þín eru nú þegar í hæsta launaflokki Margir kannast við þau svör vinnuveitandans að ekki sé hægt að hækka launin vegna þess að þú ert nú þegar kominn upp í topp: Já, ert með laun í hæsta launaflokki og því ekkert hægt að gera. Ef þú ert ekki ánægð/ur með launin þín, er ekki þar með sagt að þú eigir ekki að taka samtalið og semja um launahækkun eða einhverjar breytingar. Góð ráð: Það er miklu algengara en fólk heldur að samið er um hærri laun, þrátt fyrir að áður hafi verið sagt að viðkomandi sé kominn upp í topp í launaflokki. Oft snúast samningar þá bara um að hugsa aðeins út fyrir boxið. Því ef þú veist að þú ert meira virði en launin þín segja til um, er alltaf hægt að finna einhverja leið. Spurningin er því ekki hvort þessi leið sé til staðar, heldur hver hún er. Gæti svarið til dæmis falist í einhverri breytingu á stöðuheiti? Nýrri skilgreiningu á starfinu? Að yfirmaður yfirmannsins þíns, gefi grænt ljós? Eða væri hægt að semja um bónus eða hlunnindi miðað við að þú náir X árangri í starfi? 3. Atvinnutilboð frá öðrum myndi hjálpa Suma dreymir um að geta sagt yfirmanni sínum að þeir hafi fengið starfstilboð frá öðrum og geti þar með nýtt sér það tilboð til að knýja fram launahækkun og nýja samninga. Þótt þetta eigi vissulega stundum við, er þetta ekkert endilega besta leiðin. Reyndar langt því frá. Góð ráð: Ef þú hefur í raun fengið starfstilboð frá öðrum, er mikilvægt að þú gefir ekki upp hvaða laun þér voru boðin þar. Að þessu mun vinnuveitandinn þinn þó spyrja um. Frekar en að gefa upp þau laun, skaltu taka launasamningana á þeim forsendum að þú viljir fá að vita hvað vinnuveitandinn metur þig á, óháð launatilboði frá öðrum. Því jú, um það snýst málið í raun: Þitt virði, þitt framlag. Verkefnið þitt felst því í að þú hugsir það vel hvaða laun þú værir sátt/ur við að fá, miðað við þitt vinnuframlag og árangur. Það er síðan sú upphæð sem þú átt að setjast niður til að ræða og reyna að ná samningum um. Notaðu launatilboð annars aðila aðeins í samningum, ef aðrar leiðir hafa verið þrautreyndar. 4. Það er ekki við hæfi að biðja um launahækkun Þá er það tilfinningin sem margir þekkja: Það er bara ekki við hæfi að biðja um launahækkun. Sérstaklega ekki eins og staðan er í dag. Sumir upplifa hreinlega skömmustutilfinningu yfir tilhugsuninni einni saman. Þegar þessi tilfinning kemur yfir mann er ágætt að muna að eðli fyrirtækjarekstrar er að vera alltaf að semja um alla skapaða hluti. Og endursemja! Góð ráð: Leitaðu ráða hjá öðrum. Ef þú til dæmis þekkir einhvern sem hefur verið stjórnandi lengi, prófaðu að leita ráða hjá viðkomandi og fáðu hann/hana til að skýra það út hvernig fyrirtæki eru alltaf að semja, endursemja eða reyna að ná hagræðingum. Þannig skilur þú hugsunarhátt rekstraraðilans betur, þar með talið hvers virði það er fyrir vinnustaðinn að missa ekki frá sér sitt besta fólk! Eins er gott að leita ráða hjá vini sem þú veist að hefur náð góðum árangri í launasamningum. Oft kemur líka í ljós að þegar þú leitar ráða hjá öðrum, kveikir fólk á því að það getur skilað árangri eitt og sér að taka skrefið og opna samtalið. 5. Það er enginn sem getur hjálpað mér Vinnuveitendur eru almennt algjörir sérfræðingar á sínu sviði; hafa góða yfirsýn, þekkja reksturinn, markaðinn og kunna að semja. Þegar stórar áskoranir blasa við, er algengt að stjórnendur leiti ráða hjá öðrum. Til dæmis ráðgjöfum. Og þar sem launin eru stór áskorun fyrir þig, hvers vegna ættir þú ekki að gera slíkt hið sama? Góð ráð: Stundum snýst það að fá aðstoð við launasamninga um leiðir til að efla sjálfstraustið þitt þannig að þú standir betur með sjálfum þér og semjir um þau laun sem þú veist að þú stendur undir. Markþjálfi eða lífsþjálfi gæti til dæmis verið aðili fyrir þig. Því allt sem við getum gert fyrir okkur sjálf, eflir okkur. Og þegar að við búum yfir sjálfstrausti og líður vel, erum við betri í að leysa úr verkefnum eins og að biðja um launahækkun. Eins gæti verið leið að vera með mentor sem er tilbúinn til að gefa þér góð ráð fyrir starfsframann, þar á meðal um launasamninga. Góðu ráðin Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Það sem stjórnendur segja um stöðuhækkanir Við veltum því stundum fyrir okkur hvers vegna sumir ná svona langt í starfi og njóta velgengni á meðan aðrir, sem þó leggja sig mikið fram, sitja eftir og lítið sem ekkert gerist í starfsframanum. Ekki einu sinni viðbótarmeistaragráðan virðist skila sér. En hvers vegna? 20. ágúst 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Einn þeirra sérfræðinga sem hefur getið sér góðs orðs sem sérlegur ráðgjafi fólks í ráðningum, vinnu og starfsframa heitir Brian Liou, en hann er forstjóri fyrirtækis sem heitir Rora og telst til eins af helstu áhrifafyrirtækja í Bandaríkjunum að mati Forbes. Liou þessi hefur aðstoðað fjöldann allan af fólki í launasamningum, sem hann segir í flestum tilfellum hægt að semja um. Forsendurnar þurfa þó alltaf að vera réttar: Að við metum framlag okkar og árangur í starfi þess eðlis, að hærri laun séu eðlileg og réttmæt krafa. Það eru hins vegar fimm mýtur um launasamninga sem Liou segir algengar og eru þess eðlis að þær hræða fólk frá því að taka samtalið um launahækkun. 1. Launin þín ákvarðast af markaðinum Það er eðlilegt að við veltum fyrir okkur hvert virði starfið okkar er eða hvað er verið að greiða „almennt“ á vinnumarkaði fyrir vinnu eins og okkar. En það er hins vegar algengur misskilningur hjá fólki að telja þessar launaupphæðir meitlaðar í stein. Vissulega miða atvinnurekendur við einhver viðmið. En ef þú ímyndar þér að launin þín geti ráðist með svipuðum hætti og hlutabréf þróast snýst þetta allt um væntingar og virði. Hvaða virði þú getur gefið vinnustaðnum þínum og hvaða væntingar vinnuveitandinn hefur til þín um árangur og afköst. Sem þýðir að þú þarft með markvissum hætti að sýna það alla daga að þú ert vel þess virði. Góð ráð: Hafðu í huga að það er verkefni vinnuveitandans þíns að skila sem bestum rekstri. Þess vegna er það eðlilegt að viðkomandi yfirmaður mun alltaf reyna að semja um sem hagstæðust laun fyrir vinnustaðinn. Gott ráð er að biðja alltaf um 15% hærri upphæð en þú ætlar þér að reyna að semja um. Og alltaf að nefna hærri upphæð en vinnuveitandinn leggur til. 2. Launin þín eru nú þegar í hæsta launaflokki Margir kannast við þau svör vinnuveitandans að ekki sé hægt að hækka launin vegna þess að þú ert nú þegar kominn upp í topp: Já, ert með laun í hæsta launaflokki og því ekkert hægt að gera. Ef þú ert ekki ánægð/ur með launin þín, er ekki þar með sagt að þú eigir ekki að taka samtalið og semja um launahækkun eða einhverjar breytingar. Góð ráð: Það er miklu algengara en fólk heldur að samið er um hærri laun, þrátt fyrir að áður hafi verið sagt að viðkomandi sé kominn upp í topp í launaflokki. Oft snúast samningar þá bara um að hugsa aðeins út fyrir boxið. Því ef þú veist að þú ert meira virði en launin þín segja til um, er alltaf hægt að finna einhverja leið. Spurningin er því ekki hvort þessi leið sé til staðar, heldur hver hún er. Gæti svarið til dæmis falist í einhverri breytingu á stöðuheiti? Nýrri skilgreiningu á starfinu? Að yfirmaður yfirmannsins þíns, gefi grænt ljós? Eða væri hægt að semja um bónus eða hlunnindi miðað við að þú náir X árangri í starfi? 3. Atvinnutilboð frá öðrum myndi hjálpa Suma dreymir um að geta sagt yfirmanni sínum að þeir hafi fengið starfstilboð frá öðrum og geti þar með nýtt sér það tilboð til að knýja fram launahækkun og nýja samninga. Þótt þetta eigi vissulega stundum við, er þetta ekkert endilega besta leiðin. Reyndar langt því frá. Góð ráð: Ef þú hefur í raun fengið starfstilboð frá öðrum, er mikilvægt að þú gefir ekki upp hvaða laun þér voru boðin þar. Að þessu mun vinnuveitandinn þinn þó spyrja um. Frekar en að gefa upp þau laun, skaltu taka launasamningana á þeim forsendum að þú viljir fá að vita hvað vinnuveitandinn metur þig á, óháð launatilboði frá öðrum. Því jú, um það snýst málið í raun: Þitt virði, þitt framlag. Verkefnið þitt felst því í að þú hugsir það vel hvaða laun þú værir sátt/ur við að fá, miðað við þitt vinnuframlag og árangur. Það er síðan sú upphæð sem þú átt að setjast niður til að ræða og reyna að ná samningum um. Notaðu launatilboð annars aðila aðeins í samningum, ef aðrar leiðir hafa verið þrautreyndar. 4. Það er ekki við hæfi að biðja um launahækkun Þá er það tilfinningin sem margir þekkja: Það er bara ekki við hæfi að biðja um launahækkun. Sérstaklega ekki eins og staðan er í dag. Sumir upplifa hreinlega skömmustutilfinningu yfir tilhugsuninni einni saman. Þegar þessi tilfinning kemur yfir mann er ágætt að muna að eðli fyrirtækjarekstrar er að vera alltaf að semja um alla skapaða hluti. Og endursemja! Góð ráð: Leitaðu ráða hjá öðrum. Ef þú til dæmis þekkir einhvern sem hefur verið stjórnandi lengi, prófaðu að leita ráða hjá viðkomandi og fáðu hann/hana til að skýra það út hvernig fyrirtæki eru alltaf að semja, endursemja eða reyna að ná hagræðingum. Þannig skilur þú hugsunarhátt rekstraraðilans betur, þar með talið hvers virði það er fyrir vinnustaðinn að missa ekki frá sér sitt besta fólk! Eins er gott að leita ráða hjá vini sem þú veist að hefur náð góðum árangri í launasamningum. Oft kemur líka í ljós að þegar þú leitar ráða hjá öðrum, kveikir fólk á því að það getur skilað árangri eitt og sér að taka skrefið og opna samtalið. 5. Það er enginn sem getur hjálpað mér Vinnuveitendur eru almennt algjörir sérfræðingar á sínu sviði; hafa góða yfirsýn, þekkja reksturinn, markaðinn og kunna að semja. Þegar stórar áskoranir blasa við, er algengt að stjórnendur leiti ráða hjá öðrum. Til dæmis ráðgjöfum. Og þar sem launin eru stór áskorun fyrir þig, hvers vegna ættir þú ekki að gera slíkt hið sama? Góð ráð: Stundum snýst það að fá aðstoð við launasamninga um leiðir til að efla sjálfstraustið þitt þannig að þú standir betur með sjálfum þér og semjir um þau laun sem þú veist að þú stendur undir. Markþjálfi eða lífsþjálfi gæti til dæmis verið aðili fyrir þig. Því allt sem við getum gert fyrir okkur sjálf, eflir okkur. Og þegar að við búum yfir sjálfstrausti og líður vel, erum við betri í að leysa úr verkefnum eins og að biðja um launahækkun. Eins gæti verið leið að vera með mentor sem er tilbúinn til að gefa þér góð ráð fyrir starfsframann, þar á meðal um launasamninga.
Góðu ráðin Starfsframi Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Það sem stjórnendur segja um stöðuhækkanir Við veltum því stundum fyrir okkur hvers vegna sumir ná svona langt í starfi og njóta velgengni á meðan aðrir, sem þó leggja sig mikið fram, sitja eftir og lítið sem ekkert gerist í starfsframanum. Ekki einu sinni viðbótarmeistaragráðan virðist skila sér. En hvers vegna? 20. ágúst 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Það sem stjórnendur segja um stöðuhækkanir Við veltum því stundum fyrir okkur hvers vegna sumir ná svona langt í starfi og njóta velgengni á meðan aðrir, sem þó leggja sig mikið fram, sitja eftir og lítið sem ekkert gerist í starfsframanum. Ekki einu sinni viðbótarmeistaragráðan virðist skila sér. En hvers vegna? 20. ágúst 2021 07:01
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00
Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00
Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er. 19. júlí 2021 07:01